Færsluflokkur: Seinasta vika !

Látum ekki haustvindana ráða för

Vikan byrjaði með fallegu veðri og góðri mætingu í hlaup en er líða tók á hana fór heldur að syrta í álinn með veðrið og dró þá úr þátttöku. Ritari fór einn í Powerade- hlaupið á fimmtudagskvöldið og skemmti sér vel, en vonandi getum við SÁ- menn fjölmennt einhvern tímann í það hlaup því þetta er ágætis áskorun fyrir hlaupara en það fer fram kl. 20:00 í hvaða veðri sem er.

Hlaup vikunnar voru eftirf....

Mánudagur: Ágúst, Sævar, Anna, Sissa, Sólborg, Birna, Sigurlaug og ritari voru mætt og gerðu hlaupaæfingar og tóku spretti, fóru síðan Álftaneshring og sumir Dashring að auki.

Miðvikudagur: Ágúst og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessasstöðum.

Laugardagur: Ritari var með höfuðverk og sá sér ekki fært um að mæta í hlaup kl. 9:00. Ef einhver mætti þá hafið samband við ritara. :o)

Hlaupaæfingar næstu viku fara eftir þátttöku hverju sinni. 


Vikan 3/10-9/10

Þessi vika einkenndist af dræmri þátttöku á venjulegum hlaupatíma. Er veðrið eðlilega skýringin á því, flestir fara þá á svig við veðrið og fara á öðrum tímum, flýta hlaupi eða fara daginn eftir. Aðrir hlaupa á bretti í staðinn sem er hið besta mál. En svo eru til þeir sem láta veður og náttúruöfl engin áhrif hafa á sig og mæta þó Kári sé í ham og má því stóla á þá eins og klukku.

Mánudagur: Lína, Birna og ritari mættu og fóru Álftanes- og Dashring.

Miðvikudagur: Ágúst, Sævar, Birgir og ritari mættir og fóru Das-, Garðaholts- og Túnahring.

Laugardagur: Slæmt veður var þennan dag og ákvað ritari að hörfa í hús og fór sína 22. km á brettinu. Voru þar einnig Anna, Lilja og Lína. Hann, hún eða þau sem mættu á réttum tíma þennan dag vinsamlegast látið ritara vita.

Æfingar voru frjálsar þessa viku  


Áfram veginn...

Haustlægðirnar hafa verið að koma yfir landið undanfarna daga með vindum og mikilli úrkomu  Hitastigið hefur engu að síður verið í góðu lagi og engum því vorkunn að stunda útihlaup á meðan aðstæður eru svo góðar. Við siglum því með hraði fram í næstu viku og höldum áfram uppteknum hætti.

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Birna, Bjarni, Sissa, Sigurlaug, Jói, Birgir, og ritari mætt. Æfingar við Sóta, sprettir á Sótavelli. Álftanes- og Dashringur.

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Jói, Sissa, Birgir, Sævar, Ágúst og ritari fóru Jörfa- og Álftaneshring með ýmsum viðbótum.

Laugardagur: Lína, Anna og ritari fóru Vífilsstaðavatns-, Das- og Álftaneshring.

Æfingar næstu viku...

Mánudagur: Hlaupaæfingar og sprettir.

Miðvikudagur: Hlaup á jöfnum hraða.

Laugardagur: Lengri hlaup.


Nýr Íslandsmeistari og heimsmeistari í Maraþoni

Hlaup seinustu viku...

Það var mikil hlaupaveisla sem fór fram í Berlín á sunnudagsmorguninn. Eins og alþjóð veit þá var krýndur nýr íslandsmeistari í maraþoni, Kári Steinn Karlsson sem hljóp á tímanum 2:17:12 og tryggði sér um leið réttinn á Ólympíuleikana í London 2012. Og ekki nóg með það nýtt heimsmet var slegið af Kenyabúanum Patrick Makau 2:03:38. Ritari fylgdist með þessu í beinni á Eurosport og Feisbókarsíðu FM og var ótrúlega spennandi. Einnig tóku þátt 100 aðrir íslendingar sem margir hverjir náðu mjög góðum tíma, en þess má geta að Berlínar-maraþonið þykir mesti langshlaupsviðburður ársins hverju sinni.

Góð þátttaka hefur verið í hlaupum þessa vikuna enda veður gott og almennt allir í formi.  

Mánudagur: Sigurlaug, Birna, Lína, Bjarni, Birgir, Sævar, Jói, Lilja, Elín og ritari. Æfingar við Sóta, Das- og Álftaneshringur.

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Lilja, Lína, Sævar, Birgir og ritari fóru, A. Hansen-, Das-, og Álftaneshring með viðk. á Bessastöðum.

Laugardagur: Anna, Sissa, Birna, Lína, Hildur, Thelma, Lilja, Sólborg, Sævar og ritari fóru, Das-, A. Hansen-, og Vífilsstaðavatnshring.

Æfingar næstu viku...

Mánudagur- Hlaupaæfingar

Miðvikudagur- Tempóhlaup

Laugardagur- Lengri hlaup 


Haustið rúllar vel...

Hefðbundin vika afstaðin. Mánudagsæfingarnar eru alltaf að gera sig, gott að byrja vikuna með góðum hlaupaæfingum og sprettum og taka stöðuna á mannskapnum í leiðinni. Síðastliðinn fimmtudag fóru 4. meðlimir SÁ í Icelandair-hlaupið og skemmtu sér vel í mjög fjölmennu hlaupi við góðar aðstæður. Birna og Sigurlaug fóru mikinn á góðu tempói og greinilega í mikilli framför og Hildur hljóp líkt og þindarlaus væri, enda ekki nýbyrjuð í greininni. Gott var að gæða sér á heitri sveppasúpunni sem var í boði í lok hlaups ásamt fleiri veitingum, en eftirtektarvert er hve veitingar eru fjölbreyttar hjá Flugleiðamönnum.

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Sissa, Anna, Birgir, Sævar, Lilja, Bjarni og ritari voru mætt. Æfingar við Sóta og farinn m.a. Das- og Álftaneshringur.

Miðvikudagur: Lilja, Birna og Birgir fóru Das- og Álftaneshring.

Laugardagur: Sigurlaug, Birna, Thelma, Dista, Lína, Óli og ritari mætt. Farinn Vífilsstaðavatns-, Garðaholts-, og Álftaneshringur með Bessastaðaviðbót.

Æfingar næstu viku...

Mánudagur: Hlaupaæfingar, sprettir og teygjur.

Miðvikudagur: Tempóhlaup.

Laugardagur: Lengri hlaup.


SÁ-hópurinn laskaður

Meiðsli og veikindi hafa sett skarð í hópinn okkar seinustu vikur. Kálfameiðsl, beinhimnubólga, bakverkir, kviðslit og lungnabólga eru meðal þess sem hrjáir mannskapinn, og munar um minna í okkar litla sæta samfélagi. Sendum við þessu fólki hugheilar óskir um góðan bata og von um að sjást sem fyrst á vígvellinum aftur.    

Vil aftur minna á Icelandairhlaupið á fimmtudaginn kl. 18:00 við Loftleiðahótelið. Endilega vera með í þessu skemmtilega hlaupi. 

Hlaup seinustu viku voru eftirf...

Mánudagur: Ágúst, Bjarni, Óli, Anna, Sissa, Birna, Sigurlaug og ritari mættu í æfingar við Sóta og fóru ýmist Álftanes-, Garðaholts-, eða Dashring.

Miðvikudagur: Ágúst, Birgir, Sissa Birna, Sigurlaug, Dista og ritari mætt og fóru Álftanes-, Garðaholt-, og A. Hansenhring.

Laugardagur: Sissa, Anna, Siggi, Ágúst, Sigurlaug, Lína og ritari mætt og fóru Garðaholts-, Das-, og Vífilsstaðahring.

Æfingar komandi viku eru eftirfarandi.

Mánudagur, hlaupaæfingar og sprettir - miðvikudagur, tempóhlaup - laugardagur, lengri hlaup.


Saman á Icelandairhlaupið

Fimmtudaginn 15. september verður Icelandairhlaupið. Farið verður að venju kringum Reykjavíkurflugvöll, 7. km. Slétt og hröð braut. Gaman væri ef við SÁ- liðar gætum fjölmennt í þetta hlaup og sameinast um bíla á staðinn frá Álftanesi. Þetta hefur verið vel sótt hlaup enda skemmtilegt, ekki of langt og ekki of stutt.. Boðið uppá súpu og fl.

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Birna, Sigurlaug, Jói, Anna, Sissa, Óli, Hrefna, Lína, og ritari fóru Bessastaðanesið, Álftanes- og Dashring.

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Jói, Biggi, Ágúst, Lína og ritari fóru Bessastaðanesið og Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum.

Laugardagur: Sigurlaug, Dista, Birna, Biggi og Sævar fóru Álftaneshring og A. Hansen. Ritari skellti sér í Brúarhlaupið og tók 21.1.

Æfingar næstu viku hljóða svo...

Mánudagur- Hlaupaæfingar og teygjur, Miðvikudagur- Tempóhlaup, Laugardagur- Lengri hlaup.

 


Upprisan eftir maraþonið

Vikan fór í það að jafna sig eftir átök RM og voru því farnar styttri leiðir en venjulega og á minni hraða. Mikilvægt er að fara ekki of hratt af stað því þá getur endurheimtunin seinkað sér og viðkomandi bara ströglað í hlaupunum. Gott er að fara núverandi viku á rólegum og í mesta lagi jöfnum hraða fram undir helgi, en bæta svo í eftir það.

Fyrir þá sem langar að fara fljótlega af stað aftur þá er í boði um næstu helgi Brúarhlaupið á Selfossi og Reykjaneshlaupið í Reykjanesbæ. Einnig er 10. og 5. km Fossvogshlaup Víkings á fimmtudaginn. 

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Lilja, Sigurlaug, Anna, Sissa, Bjarni, Ágúst, Birgir og ritari fóru öll rólegan Álftaneshring.

Miðvikudagur: Óli, Sævar, Ágúst, Birna, Sigurlaug, Lilja og Anna fóru Bessastaðanesið og Álftaneshring.

Laugardagur: Birna, Sigurlaug, Thelma, Jói, Birgir, Anna, Lína og ritari fóru Sjálandið, Das-, Álftanes-, og Garðaholtshring.

 


Vel heppnað Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn með góðri þátttöku meðlima Skokkhóps Álftaness. Um 15. meðlimir SÁ tóku þátt þar af flestir í hálfu maraþoni, einn í heilu og fáeinir í 10. km. Voru flestir að ná markmiðum sínum og voru hæstánægðir og brosandi þegar í mark var komið. Enda var ekki við öðru að búast því veðrið var fullkomið,  þátttaka aldrei meiri, og stemningin eftir því. Samanborið við fyrra ár þá tóku allir nema einn þátt í 10. km.

Hlaupagrunnurinn hjá SÁ- meðlimum er að skila sér eftir góða ástundun síðastliðins árs, meðlimir orðnir margs vísari í greininni og tilbúnir í áframhaldandi hreyfingu. Nú höldum við áfram eftir sem áður en það má líta á RM sem uppskeruhátíð hlauparans og eftir hana þá hefst undirbúningur að næstu markmiðum.

 

Hlaup seinustu viku....

Mánudagur: Sissa, Anna, Sandra, Berglind, Sóla, Birgir og ritari fóru Garðaholts- og Jörfahring.

Miðvikudagur: Berglind, Sandra, Lilja, Birgir, Bjarni, Birna, Sóla og kona úr Asparholti fóru Garðaholts- og Álftaneshring.

Laugardagur: Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni. Ca. 15 manns tóku þátt.

 

Æfingar næstu viku..

Mánudagur: Léttur hringur tekinn, teygjur og reynt að liðka skrokkinn eitthvað til.

Miðvikudagur: Rólegt hlaup, ekki of langt mætti vera breytilegt undirlag.

Laugardagur: Lengri hlaup.

 

  


Hlaupaveislan framundan!

Þá er það seinustu dagarnir fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Nú ættu allir að vera farnir að keyra sig niður í hlaupamagni og komnir í lægsta gír. Vikuna ættu meðlimir SÁ sem ætla í RM að nota til að fara vel yfir hlutina fyrir hlaupið, s.s. fatnað, skór, og ekki síst mataræðið. Að vera vel undirbúinn og skipulagður fyrir keppni skilar betri líðan og árangri í hlaupinu.

Í hlaupin þessa viku væri gott að flestir mættu sem ætla sér í RM og skokkuðu rólega saman og berðu saman bækur sínar um gagn og nauðsynjar fyrir hlaupið.

Hlaup seinustu viku voru þannig...

Mánudagur: Lilja, Andrea, Birna, Dista, Ágúst, Birgir og ritari fóru ýmist A. Hansen-, Das-, og Álftaneshring.

Miðvikudagur: Lilja, Dista, Berglind, Sandra, Anna, Ágúst, Birgir og ritari fóru Álftanes- og Bessastaðaneshring.

Laugardagur: Lilja, Birna, Anna, Hildur, Birgir og ritari fóru A. Hansen-, Garðaholt og Skátahring.

Hlaup þessa viku verða með hætti hvers og eins vegna RM.     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband