Nýr Íslandsmeistari og heimsmeistari í Maraþoni

Hlaup seinustu viku...

Það var mikil hlaupaveisla sem fór fram í Berlín á sunnudagsmorguninn. Eins og alþjóð veit þá var krýndur nýr íslandsmeistari í maraþoni, Kári Steinn Karlsson sem hljóp á tímanum 2:17:12 og tryggði sér um leið réttinn á Ólympíuleikana í London 2012. Og ekki nóg með það nýtt heimsmet var slegið af Kenyabúanum Patrick Makau 2:03:38. Ritari fylgdist með þessu í beinni á Eurosport og Feisbókarsíðu FM og var ótrúlega spennandi. Einnig tóku þátt 100 aðrir íslendingar sem margir hverjir náðu mjög góðum tíma, en þess má geta að Berlínar-maraþonið þykir mesti langshlaupsviðburður ársins hverju sinni.

Góð þátttaka hefur verið í hlaupum þessa vikuna enda veður gott og almennt allir í formi.  

Mánudagur: Sigurlaug, Birna, Lína, Bjarni, Birgir, Sævar, Jói, Lilja, Elín og ritari. Æfingar við Sóta, Das- og Álftaneshringur.

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Lilja, Lína, Sævar, Birgir og ritari fóru, A. Hansen-, Das-, og Álftaneshring með viðk. á Bessastöðum.

Laugardagur: Anna, Sissa, Birna, Lína, Hildur, Thelma, Lilja, Sólborg, Sævar og ritari fóru, Das-, A. Hansen-, og Vífilsstaðavatnshring.

Æfingar næstu viku...

Mánudagur- Hlaupaæfingar

Miðvikudagur- Tempóhlaup

Laugardagur- Lengri hlaup 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband