Haustið rúllar vel...

Hefðbundin vika afstaðin. Mánudagsæfingarnar eru alltaf að gera sig, gott að byrja vikuna með góðum hlaupaæfingum og sprettum og taka stöðuna á mannskapnum í leiðinni. Síðastliðinn fimmtudag fóru 4. meðlimir SÁ í Icelandair-hlaupið og skemmtu sér vel í mjög fjölmennu hlaupi við góðar aðstæður. Birna og Sigurlaug fóru mikinn á góðu tempói og greinilega í mikilli framför og Hildur hljóp líkt og þindarlaus væri, enda ekki nýbyrjuð í greininni. Gott var að gæða sér á heitri sveppasúpunni sem var í boði í lok hlaups ásamt fleiri veitingum, en eftirtektarvert er hve veitingar eru fjölbreyttar hjá Flugleiðamönnum.

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Sissa, Anna, Birgir, Sævar, Lilja, Bjarni og ritari voru mætt. Æfingar við Sóta og farinn m.a. Das- og Álftaneshringur.

Miðvikudagur: Lilja, Birna og Birgir fóru Das- og Álftaneshring.

Laugardagur: Sigurlaug, Birna, Thelma, Dista, Lína, Óli og ritari mætt. Farinn Vífilsstaðavatns-, Garðaholts-, og Álftaneshringur með Bessastaðaviðbót.

Æfingar næstu viku...

Mánudagur: Hlaupaæfingar, sprettir og teygjur.

Miðvikudagur: Tempóhlaup.

Laugardagur: Lengri hlaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband