Látum ekki haustvindana ráða för

Vikan byrjaði með fallegu veðri og góðri mætingu í hlaup en er líða tók á hana fór heldur að syrta í álinn með veðrið og dró þá úr þátttöku. Ritari fór einn í Powerade- hlaupið á fimmtudagskvöldið og skemmti sér vel, en vonandi getum við SÁ- menn fjölmennt einhvern tímann í það hlaup því þetta er ágætis áskorun fyrir hlaupara en það fer fram kl. 20:00 í hvaða veðri sem er.

Hlaup vikunnar voru eftirf....

Mánudagur: Ágúst, Sævar, Anna, Sissa, Sólborg, Birna, Sigurlaug og ritari voru mætt og gerðu hlaupaæfingar og tóku spretti, fóru síðan Álftaneshring og sumir Dashring að auki.

Miðvikudagur: Ágúst og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessasstöðum.

Laugardagur: Ritari var með höfuðverk og sá sér ekki fært um að mæta í hlaup kl. 9:00. Ef einhver mætti þá hafið samband við ritara. :o)

Hlaupaæfingar næstu viku fara eftir þátttöku hverju sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband