Vel heppnað Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn með góðri þátttöku meðlima Skokkhóps Álftaness. Um 15. meðlimir SÁ tóku þátt þar af flestir í hálfu maraþoni, einn í heilu og fáeinir í 10. km. Voru flestir að ná markmiðum sínum og voru hæstánægðir og brosandi þegar í mark var komið. Enda var ekki við öðru að búast því veðrið var fullkomið,  þátttaka aldrei meiri, og stemningin eftir því. Samanborið við fyrra ár þá tóku allir nema einn þátt í 10. km.

Hlaupagrunnurinn hjá SÁ- meðlimum er að skila sér eftir góða ástundun síðastliðins árs, meðlimir orðnir margs vísari í greininni og tilbúnir í áframhaldandi hreyfingu. Nú höldum við áfram eftir sem áður en það má líta á RM sem uppskeruhátíð hlauparans og eftir hana þá hefst undirbúningur að næstu markmiðum.

 

Hlaup seinustu viku....

Mánudagur: Sissa, Anna, Sandra, Berglind, Sóla, Birgir og ritari fóru Garðaholts- og Jörfahring.

Miðvikudagur: Berglind, Sandra, Lilja, Birgir, Bjarni, Birna, Sóla og kona úr Asparholti fóru Garðaholts- og Álftaneshring.

Laugardagur: Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni. Ca. 15 manns tóku þátt.

 

Æfingar næstu viku..

Mánudagur: Léttur hringur tekinn, teygjur og reynt að liðka skrokkinn eitthvað til.

Miðvikudagur: Rólegt hlaup, ekki of langt mætti vera breytilegt undirlag.

Laugardagur: Lengri hlaup.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband