Hlaupakynning

Hlaupakynning fyrir byrjendur og lengra komna hjá Skokkhópi Álftaness

Skokkhópur Álftaness býður íbúum Álftaness, Garðabæjar og öðrum, óháð búsetu, til kynningarfundar um hlaup og hlaupatengd efni.

Skokkhópurinn hefur fengið til sín Sigurð P. Sigmundsson hlaupaþjálfara og fyrrum íslandsmeistara í maraþonhlaupi til að halda fræðsluerindi um hlaupaþjálfun þar sem farið er yfir þau grunnatriði sem skipta máli fyrir þá sem eru að byrja að hreyfa sig.

Í erindi Sigurðar verður m.a. fjallað um eftirfarandi: Tilgang, markmiðssetningu, áhrif hreyfingar, samsetning þjálfunar, æfingaáætlanir, mataræði, útbúnað, meiðslaforvarnir og undirbúning fyrir þátttöku í almenningshlaupum.

Staður og stund: Í sal Álftanesskóla, fimmtudaginn 16. maí kl. 20:00 (aðgangur ókeypis).

Í framhaldi af þessum kynningarfundi mun skokkhópurinn skrá þá niður sem gætu hugsað sér að æfa samkvæmt byrjendaáætlun Sigga P. með vikulegum heimsóknum hans og eftirfylgni fyrst um sinn. En það er háð þátttöku hvort að af því geti orðið.

Já, kæru skokkarar, nú er lag að koma skipulagi á hlaupin og skella sér á kynningu hjá Sigga P. Vorið er komið og tilvalið að setja sér markmið fyrir sumarið. Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/groups/skokkhopuralftaness/ Friðþjófur- diddo@hive.is Lilja- liljavattnes@hotmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband