Vonandi kemur "fljótlega", betri tíð með blóm í haga!

Einhvernveginn hafa draumar og væntingar um vor og betri tíð fokið út um gluggann í bili. Ekkert lát er á veðurhamnum endalaus vindur og væta í kortunum svo ekki dugar að vera með neinn pempíuhátt í hlaupunum um þessar mundir, heldur klæða sig vel og sætta sig við aðstæður.   

Hlaup seinustu viku:

Mánudagur: Anna og Ágúst fóru Dashringinn - Sissa fór Garðaholtið - Birna, Dista og Villi Tryggva fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum - Ritari fór A. Hansenhringinn.

Miðvikudagur: Ritari lá heima í flensu og hefur ekki heimildir fyrir hlaupinu þennan dag.

Laugardagur: Birna, Dista og Sigurlaug fóru Álftanes- og Skátahring - Anna fór Garðaholtið - Ritari fór að Ásvöllum, um Engidal og Garðaholtið til baka og endaði með Túnahring.

Æfingaáætlun næstu viku hljóðar svo....

Mánudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki

Miðvikudagur: "Fartlek", mislangir sprettir teknir inni í hlaupi. Sá fremsti stjórnar lengd og fjölda sprettanna

Laugardagur: Lengri hlaup


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband