Vor í lofti

Það má með sanni segja að það sé vor í lofti þessa dagana. Seinasta él gerði í hlaupinu á mánudaginn en 10 manns mættu í það hlaup og létu veðrið ekki hafa áhrif á sig, heldur þrömmuðu Álftaneshringinn svo ákveðið að það mátti halda að þeim hefði verið lofað vorinu næsta dag. Og það kom svo í ljós í miðvikudagshlaupinu að viðsnúningur hafði orðið í veðrinu, mikil blíða skollin á sem varir enn og til að toppa þessi tíðindi þá fréttist af þremur Lóum við Skógtjörn um helgina. Minntist ég á það við hann Ágúst í hlaupinu á laugardaginn að ég hefði undanfarin ár heyrt í lóunni í kringum 23. mars sem virðist ekki vera fjarri lagi.

Hlaup seinustu viku....

Mánudagur: Anna, Villi Álftnesingur, Gréta, Bjarni, Íris, Sigurlaug og Jói fóru Álftaneshring og bættu sumir við sig Skátahring - Birna og Dista fóru Álftaneshr. og komu við á Bessastöðum í leiðinni - ritari fór 2*Álftaneshring og Skátahring að auki.

MIðvikudagur: Jói, Ágúst, Sigurlaug, Villi Tryggva, Lilja, Anna, Íris og ritari fóru Álftaneshring og komu sumir við á Bessastöðum, bættu við sig Skátahring og fóru sumir um Breiðumýri.

Laugardagur: Sigurlaug, Birna, Sissa og Villi Tryggva fóru Álftanes- og Skátahring - Ágúst og ritari fóru A. Hansenhring og bætti ritari við sig Álftaneshr. að auki.

Æfingaáætlun vikunnar: Mánudagur brekkusprettir - Miðvikudagur tempóhlaup - Laugardagur lengri hlaup 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já get ekki beðið eftir þessu vori;)

Sissa (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband