Vikan sem leið: "Jólagjöf hlaupafólksins?"
12.12.2010 | 22:58
Núna þegar vertíð kaupmannsins stendur hvað hæst og allir eru að velta því fyrir sér hvað hægt er að gefa mér, þér og öllum hinum í jólagjöf, þá er um að gera að vera nógu sniðugur og nýta sér markaðinn í eigin þágu á meðan hann er opinn. Þegar kemur að gjafalista fyrir hlaupafólk þá er ástæðulaust að láta fólk koma að tómum kofanum í þeim efnum. Sem dæmi: Hlaupasokkar, nærfatnaður úr gerfiefnum, buxur, bolur , treyja, jakki, drykkjarbelti, skór, úr, hlaupaferðir erlendis. Oft er betra að vera hógvær og biðja um sokkapar og eiga jafnvel von á öndunarnærbuxum, eða biðja um Asics Nimbus-skó en fá þá hlaupaferð til Berlínar í staðinn. Um að gera að nota tækifærið á meðan það gefst.
Mánudagur: Birna, Dista og Sigurlaug fóru Álftanes- og Skátahring. Ágúst og ritari mættu aðeins of seint, fóru Garðaholtið og mættu Önnu á leiðinni. Það var -10° frost og beit vel í kinnar. Annars gott hlaup.
Miðvikudagur: Dista, Sigurlaug, Anna og Birna fóru Álftanes- og Skátahring. Ágúst og ritari fóru Dashringinn og Túnahring að auki. Nú var kominn 3°c hiti og örlaði fyrir smá hálku. Ágúst og ritari sáu fram á að geta ekki tekið þátt í Powerade- hlaupinu og hlupu því svolítið extra.
Laugardagur: Hetjur dagsins voru Villi og Lína. Fóru þau Álftaneshringinn og sáu til þess að hlaupakeðjan slitnaði ekki þann daginn. Ritari svaf fyrirfram ákveðið yfir sig. Vaknaði kl. 10:15 og fór kl. 11:30 hálft maraþon inn að Vífilsstaðavatni.
Vikan sem leið! "Hugrenningar á skokkinu."
5.12.2010 | 23:51
Núna þegar skemmstur sólargangur er kemur fyrir er ég skokka um Álftanesið að hugurinn leitar aftur til gamalla tíma. Þeirra tíma er þjóðin bjó í torfkofum og hafðist allann daginn við í húsum sínum. Kýr voru mjólkaðar kvölds og morgna, unnin afurð úr mjólkinni og hennar neytt, og tuggu var kastað fyrir fé og hesta sem var svo slátrað eftir því sem þurfa þótti. Já þá hefði nú þótt glapræði að hendast hlaupandi út um allar koppagrundir með það eina að markmiði að hlaupa langt, missa nógu mikla vigt, og verða nægjanlega þreyttur til að geta sofnað vegna streytu sem nútímamaðurinn lifir svo mikið við. Í þá daga snérist allt um það að draga björg í bú fyrir harðan vetur, að sem mest taða kæmist í hús, að búfé yrði nógu feitt fyrir slátrun svo ábúendur hefðu næga fitu að brenna í kofum sínum yfir veturinn. Í þá daga hafði enginn efni á því að hlaupa og "bruðla þannig með dýran matarforða sem aldrei var nóg til af."
Mánudagur: Ágúst, Sissa, Anna og ritari fóru Jörfahring. Hefðum betur farið eitthvað annað því engin lýsing er megnið af leiðinni og að auki var rigning og komið slabb og for. Litum út líkt og eftir meðal mótorkrosskeppni, drullug uppí klof. Það sást til Lilju og Andreu á harðaspretti hálftíma fyrir hlaup.
Miðvikudagur:Lilja, Sissa, Anna, Ágúst, Óli og ritari voru mætt og ákveðið að fara tvo Álftaneshringi þó sumir hafi bætt við sig í lokin. Þetta var frekar hratt hlaup svona heilt yfir. Frá 4 - 6.5 í tempói, aðstæður góðar +5° og logn. Ágúst, Óli og ritari fóru í heita pottinn í lokin.
Laugardagur: Birna og Dista fóru Jörfahring, Álftaneshring og Skátahring (7 km.). Ritari fór Álftaneshring, A. Hansenhring og Bessastaðanesið (hálft maraþon) var nokkuð þurr og svangur í lokin eftir aðeins 2 kaffibolla í morgunverð. logn -6°c.
Vikan sem leið !
29.11.2010 | 23:37
Miklir frostakaflar hafa herjað á okkur um dagana sem náði hámarki sínu á laugardaginn eða -11°. Kostir mikils frosts eru meðal annars þeir að ekki er eins hált og annað að yfirleitt er logn í miklu frosti hér. Við þessar aðstæður er ekkert að því að hlaupa úti en sjálfsagt að bæta við flík ef þurfa þykir og gott jafnvel að hafa eitthvað fyrir öndunarfærum sínum eins og hálsklút eða léttann trefil. Mæting í hlaup seinustu viku hefur bara verið með ágætum þrátt fyrir frostið og greinilegt að seigur kjarni hefur myndast innan Skokkhóps Álftaness.
Mánudagur: Birna, Dista, Lilja og Andrea fóru Álftaneshringinn, Bessastaðaafleggjarann og Skátahring að auki. Eru þar á ferð konur sem fúlsa við öllu sem er undir 5 km. og gera ekkert nema bæta við sig kílómetrum þrátt fyrir vetrarhörkurnar. - Ágúst, Sissa og ritari fóru Garðaholtið, bætti ritari við sig Túnahring að auki. - Villi og Lína fóru Álftaneshringinn. Lína var í sínu fyrsta hlaupi með okkur og bjóðum við hana velkomna í tvennum skilningi því hún er nýflutt á nesið úr Garðabæ og hefur m. a. hlaupið í 20 ár.
Miðvikudagur: Ágúst, Anna og ritari fóru Dashringinn. - Dista, Birna og Óli fóru Garðaholtið. - Villi og Lína fóru Álftaneshring. Frábært veður +2° og stilla. En dimmt mjög fyrir Garðaholtið því þar eru engir ljósastaurar og því nauðsynlegt að vera vel upplýstur.
Laugardagur: Ágúst og ritari mættu tveir í þetta hlaup. Vetur konungur skartaði sínu fínasta -11° og sólskin. Örkuðum Dashringinn eins og verðlaunahestar, það brakaði í jörðinni og rauk vel úr grönum okkar. Mættum mörgum hafnfirðingum.
Seinasta vika !
21.11.2010 | 22:23
Eitthvað hefur dregið úr mætingu í hlaup undanfarið og má vafalaust tengja það ýmsu. Skammdegið er að ná hámarki og einnig er farið að kólna og ísingar farið að gæta. Til eru svo þeir sem er eru komnir með "jólaskjálfta," þ. e. eru farnir að huga að jólunum með allskonar undirbúningi og bollaleggingum og hafa vart tíma fyrir jafn lítið viðvik sjálfu sér til góðs eins og t. a. m. að hlaupa. En svo ég upplýsi um og hafi nú eftir eitt gott ráð sem mjög virt húsmóðir í vesturbænum sagði frá. - "Eftir að ég fór út að hlaupa og kom svo inn til mín, þá rann upp fyrir mér ljós. Undirbúningurinn og skipulagið fyrir jólahaldið reyndist miklu auðveldara og jafnvel enn auðveldara eftir því sem ég hljóp lengra og oftar." Er þessi kona víst enn að þótt komin sé vel við aldur.
Varðandi skammdegið og myrkrið þá var ég búinn að tala við hann Áka þjálfara hjá UMFÁ. Hann vinnur hjá VÍS og ætlar að útvega okkur sjálflýsandi vesti. En dráttur hefur verið á afhendingu þeirra vegna innflutningsaðila. Ættum við hlauparar því að vera dugleg að finna til endurskinsmerki og skærlitan fatnað þar til að vestin koma.
Mánudagur: Í hlaupið mættu Dista, Birna og ritari. Konurnar fóru Álftaneshring og Skátahring að auki en ritari fór Bessastaðanes, Álftaneshring og Skátahring. Frekar hvasst og kalt en líðan góð í hlaupi.
Miðvikudagur: Ágúst, Óli og ritari fóru Garðaholtið. Birna og Dista fóru Blikastíg, Álftaneshring og Skátahring. Anna og Sissa mættu seinna í hlaupið og hef ég því ekki fréttir af þeirra afrekum. Veruleg hálka var en gott veður.
Laugardagur: Ritari mætti einn í þetta hlaup og hélt uppi heiðri Skokkhóps Álftaness með því að halda keðjunni óslitinni. Dugði því ekkert minna en hálft maraþon (21km) og var hlaupið að Vífilsstaðavatni, hringur um vatnið og til baka. Frábært veður 5° hiti og aðstæður hinar bestu. Mæli hiklaust með þessu á laugardögum.
Seinasta vika !
14.11.2010 | 23:19
Á mánudegi mættu í hlaup: Ágúst, Anna, Birna, Dista, Villi og ritari. Ágúst, Anna og ritari fóru að Hliði og enduðu með því að klára Álftaneshringinn, byrjuðu með 1.5 í upphitun og tóku svo 6*300 m. spretti með 200 m. joggi á milli og niðurhlaup. Aðrir fóru Álftaneshring + Skátahring.
Á miðvikudegi voru mætt: Sissa, Anna, Óli, Hrefna og ritari. Allir nema Hrefna fóru Jörfahring í mjög fallegu veðri. Hrefna fór 3 km varlega því hún á við þrálát meiðsli í kálfa. Ritari endaði í heitu pottunum nýmáluðum og viðgerðum, með Hrefnu og Óla.
Á fimmtudegi hleyptu fákum sínum í Poweradehlaupi þeir Ágúst og ritari. Var mikill strekkingsvindur með um -4° frosti er beit vel í kinnar. Þátttaka var allgóð og tími okkar örlítið betri en seinast, endað í heita pottinum er var svo þéttsetinn að jaðraði við að einn skytist uppúr við hvern nýjan mann.
Laugardagshlaupið hljóp ritari einn og frjáls eins og fuglinn. Var frekar þungur á mér enda búinn að vera í þrekbúðunum alræmdu hjá Jóhanni Emil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vikan 31/10 - 7/11´10
7.11.2010 | 23:54
Mánudagurinn heilsaði með blíðu, eða 4°c og nánast logn. Mættir í hlaup: Ágúst, Birna, Dista, Anna, Villi og ritari. Fórum hefðbundinn Álftaneshring og bættu sumir við Skátahring. Þeir sem verið höfðu á þrekæfingu (Tapada) hjá Jóa á laugardagsmorgninum voru ekki tilbúnir til neinna afreka þennan dag því ennþá var vart við eftirköst æfinganna í formi verkja í fram- og afturlærum svo verkjaði undan.
Miðvikudagur: Ritari var ekki á staðnum sökum vinnu sinnar, og mætti því ekki. En það gerðu hinsvegar þau Ágúst, Sissa, Anna, Birna og Dista. Frost var og byrjað að snjóa svolítið. Ágúst, Anna og Sissa fóru Garðaholtið en aðrir Álftaneshringinn. Ritari fór daginn eftir Dashring+Túnahring.
Laugardagurinn var fremur viðburðalítill. Í hlaup voru mætt: Ágúst, Sigurlaug og ritari. Sigurlaug vonaðist til að Birna mætti í hlaup, en hún var vant við látin sökum meintra nýrnasteinaverkja er hún átti við, og varð til þess að hún eyddi aðfaranótt föstudagsins á sjúkrahúsi með bónda sínum. Er hún öll á batavegi og vonast jafnvel til þess að geta farið að láta sjá sig eftir helgi. Annars hlupum við Ágúst Garðaholtið og bætti ritari við Álftaneshring í lokin. Gott veður en nokkuð kalt og voru Hafnfirðingar í mörgum hópum á ferðinni um Álftanesið.
"Næsta fimmtudag kl. 20:00 verður annað Powerade hlaup vetrarins og vilja ritari og Ágúst eindregið mæla með því. Fjölmennt og skemmtilegt hlaup".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vikan 24/10 - 31/10
1.11.2010 | 00:37
Vikan byrjaði með viðvörun veðurstofu um hvassa norðanátt. Kom það ekki í veg fyrir að fimm manneskjur mættu í mánudagshlaupið. Það voru Sigurlaug, Ágúst, ritari og einnig mæðgurnar Elínborg og Harpa er voru að mæta í fyrsta sinn. Ágúst og ég fóru Bessastaðanesið, Sigurlaug og mæðgur fóru Túna- og Álftaneshring. Mættum við Ágúst strax miklum mótbyr í fangið en fundum það að það var hlýrra en búast mátti við. Mikilfengleg sjón veðurs og birtu var alla leið og ekki spillti fyrir er 50 til 60 hesta stóð í öllum litum, kom hlaupandi í fangið á okkur með tilheyrandi skvettum og dýfum. Er þetta ein af mínum uppáhaldsleiðum á Álftanesi.
Miðvikudagur rann upp með mikilli veðurblíðu, og ekki spillti fyrir að mikil þátttaka var í hlaupi dagsins. Alls 12 manns og einn hundur. Sissa, Anna, Ágúst, Villi, Óli, Lilja, Andrea, Birna, Dista, ritari, og mæðgurnar Elínborg og Harpa ásamt hundi sínum. 8 manns fóru Bessastaðanesið en aðrir Álftaneshring og aðrar styttri leiðir. Sumir lengdu í leiðum sínum í restina enda kvöldið fagurt í ljósaskiptunum.
Laugardagur: Í þetta hlaup mættu Birna, Dista, Sigurlaug og ritari. Ritari var ásamt fleiri meðlimum S.Á á æfingu með Þrekhópi Jóa, og var Tapada þema dagsins sem gestaþjálfari stýrði í þetta sinn. Að sjálfsögðu var tekið vel á að vanda svo að stundum mátti heyra stunur og gnístran tanna. Ritari var sá eini sem bauð sig fram í lengri hlaupin kl. 1o. en aðrir sögðust (þóttust) ætla seinna um helgina. Fór ritari með hlaupurum dagsins af stað Álftaneshringinn og bætti svo við Dashringnum í kaldri og hvassri norðanátt.
Vek athygli á því að það er samskokk allra hlaupahópa á höfuðborgarsvæðinu haldið kl. 17.30 alla fimmtudaga nema þegar Poweradehlaupin eru.
Bloggar | Breytt 27.3.2011 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Seinasta vika !
24.10.2010 | 23:34
Á mánudegi mættu eftirfarandi: Ágúst, Villi, Sissa, Birna, Dista, Lilja og Friðþjófur (ritari). Flestir fóru bara Álftaneshringinn. Mjög venjubundið rólegt hlaup þann dag og væntanlega engin álagsmeiðsli í kjölfarið. Á eftir fórum við Villi í pottinn eða ölluheldur barnalaugina, og þarf vart að taka fram að mjög rúmt var á okkur. Vorum farnir að skjálfa eftir um 10 mín. og enduðum í gufunni. Er farinn að hlakka til þegar pottarnir verða tilbúnir eftir yfirhalninguna með von um betri endingu í þetta sinn. Hef velt því fyrir mér hvort að notuð sé vatnsmálning í sundlaugar, veit það nokkur?
Miðvikudagur uppskar átta hlaupara: Ágúst, Villa, Önnu, Birnu, Lilju og ritara, ásamt tveim ungum konum, Arney og Báru er heimsóttu okkur fyrr í haust. Vonumst við til að þær láti sjá sig sem oftast því í þeim sjáum við mikið efni þó þær vilji kannski ekki láta mikið á því bera. Flestir skokkuðu óhefðbundinn Jörfahring með misjöfnum endafléttum, þ. e. a. s allir vildu hlaupa lengra en ákveðið var í upphafi sem sýnir okkur það að æfingarnar eru farnar að skila sér í formi vilja og keppnisskaps. Villi og ritari enduðu í barnalauginni margrómuðu.
Í laugardagshlaupið mættu 7. hlauparar: Birna, Sigurlaug eftir smá veikindafrí, Dista, Villi, Lilja og Ágúst er komu beint af þrekæfingunni hjá Jóa, og ritari er mætti niðri við gamla rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal til að taka þátt í Haustmaraþoni FM. (Félags Maraþonhlaupara) og tók þátt í hálfu maraþoni (21.1 km). Allir hlupu venjulegan Álftaneshring þrátt fyrir fyrirmæli um löng hlaup á laugardögum eða kannski þótt nóg að ritari tæki að sér að hlaupa extra kílómetrana þann daginn. En skemmst er frá hlaupi mínu að segja að ég gerði persónulegt met, hljóp á tímanum 1.38.27 sem er bæting um ca. 3 mín. Þetta var mjög skemmtilegt hlaup í frábæru veðri. 150 manns í 1/2 og 33 í 1/1 maraþoni. Nokkuð sem við ættum að huga að á næsta ári.
Nú hefur vetur heilsað og spáin heldur kaldari fyrir næstu daga. Ekki láta það á okkur fá heldur tínum til hlýrri fatnað og sýnum Frosta í tvo heimana.
Æfingaáætlun vikuna 17/10 - 24/10´10
18.10.2010 | 16:31
Mánudagur: Farnar vegalengdir frá 5 - 10 km. Hver velur leið við sitt hæfi, hlaupið á miðlungs álagi.
Miðvikudagur: (Fartlek). Hraðaleikur þar sem sprettir (ath. aldrei á fullu) eru mislangir (t.d 150-300 m) með mislöngum hvíldum. Undirlag breytilegt (gras, malarstígar, malbik) og t.d. er gott að auka aðeins hraðann í brekkum. Sem sagt frjálst, en rétt að skokka ca. 1,5 km upphitun og 1,5 km í í lokin. Dæmi um hluta úr fartlek æfingu: Hita upp í 1,5 km rólega, hlaupa 200 m á auknum hraða, hlaupa rólega í 30-60 sek, hlaupa 100 m á auknum hraða, hlaupa rólega í 30 sek, hlaupa 300-400 m á auknum hraða, hlaupa rólega í 1-2 mínútur osv.frv.
Laugardagur: (Lengri hlaup). Áhersla lögð á lengri hlaup en hina daga vikunnar.
Seinasta vika !
17.10.2010 | 23:42
Á mánudeginum var farið í upphitun að hesthúsunum við Mýrarkot, og tókum við nokkra spretti þar. Við vorum einungis fjögur sem mættum í þetta hlaup. Ágúst, Anna T., Birna og Friðþjófur. Sprettirnir tóku á eins og til er ætlast svo fann til í lærum. Birna og Anna T. kláruðu hringinn við Breiðumýri en Ágúst kláraði Álftaneshringinn með mér. Fór ég síðan einn lítinn Jörfahring svona í ábót.
Miðvikudagurinn var heldur fjölmennari, sjö manns og m. a. einn gestur úr Hafnarfirði, hann Villi vinur okkar Birnu. Við Ágúst ákváðum að taka því rólega því við ætluðum í Powerade hlaupið. Kláruðum við öll Álftaneshringinn. Er við komum inn Eyvindastaðaveginn mættum við Lilju Vattnes sem var að byrja sitt fyrsta hlaup eftir að hafa staðið í meiðslum í einn mánuð. Er þar á ferð okkar helsti drifkraftur sem hefur náð að kasta af sér um 20 kílóum frá því hún byrjaði að hlaupa í byrjun maí síðastl. Var henni vel tekið af viðstöddum.
Á fimmtudeginum fórum við Ágúst saman í Poweradehlaupið. Var um metþátttöku að ræða, ríflega 400 manns. Mjög skemmtilegt hlaup sem við mælum eindregið með. Enduðum í heitu pottunum í þvílíkri mannmergð.
Laugardagurinn var ekki fjölmennur. Einungis Lilja og ég mætt eftir að hafa verið í tíma hjá Jóa í Þrekhópnum. Missti ég þar um 1/2 l. af svita og smá blóð eftir mikið púl. "Bendi viðkvæmu fólki á að halda sig í góðri fjarlægð frá honum Jóa milli kl. 9 og 10 á laugardagsmorgnum." Hljóp með Lilju að Breiðumýri en hélt sjálfur áfram Garðaholtið og Túnahverfið.