Vorblíða síðustu viku og "gott útlit framundan" !

Seinasta vika heilsaði með mikilli blíðu sem haldist hefur út alla vikuna og talað er um að spáin sé góð framundan. Er nú svo komið að bjart er allan tímann á meðan hlaup fara fram og virkar það sem innspýting fyrir okkur hlaupara því ólíkt skemmtilegra er að vera úti þegar svona bjart er orðið. Einnig eru allar hlaupaleiðir að opnast þ.a.m Bessastaðanesið sem er ein af fallegri leiðum á nesinu. Hefur þátttaka í hlaupunum farið ört vaxandi í kjölfarið sem er mjög ánægjulegt og menn almennt farnir að lengja í hlaupum sínum.

Hlaup seinustu viku eru eftirf....

Mánudagur: Birna, Dista, Lilja Ágúst Anna, Sissa og ritari fóru Garðaholtið og prjónuðu flest Skáta- eða Túnahring við hlaup sín.

Miðvikudagur: Óli, Hrefna, Lilja, Birna, Dista og Jói fóru Jörfahring og sum Skátahring að auki, Ágúst Sissa og ritari fóru Bessastaðanesið og Túna- og Álftaneshring að auki.

Laugardagur: Ágúst fór A.Hansenhring, Sissa fór Dashring, Jói fór Garðaholtið, Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring, ritari fór Vífilsstaðavatnið og Lína, Fríða og Stefán fóru vegalengd sem mér er ekki kunnugt um.

Byrjendahópur Lilju er enn í fullswing og stígur strætin á þriðjud. og fimmtud. sem fyrr.     


Vætusöm vika afstaðin !

Vikan byrjaði snjóþung en síðan kom lægðadrífa vestan úr hafi sem náði loks að bræða allan snjó, nú seinast í gær. Er það mikill léttir því aðeins hefur verið fært Álftaneshringinn og þ.a.l verið fremur tilbreytingarsnauð hlaup þessa viku. Vonandi rætist úr veðri í framhaldinu, en allavega er nú orðið bjart á meðan eftirmiðdagshlaupin fara fram, og auðséð að dagurinn er farinn að lengjast verulega og því aukning á tíma sem skokkarar hafa til útihlaupa. Ættum við að geta farið að huga að æfingum fyrir markmið okkar að alvöru uppúr þessu.

Mig langar að vekja athygli á námskeiði sem Torfi á hlaup.is heldur dagana 28 feb., 7 og 8 mars og er fyrir byrjendur og lengra komna. Ritari fór á þetta námskeið í fyrra og mælir með því. Nánar hér.... Einnig vil ég vekja athygli á hlaupadagbókinni, en gaman væri að sem flestir gætu verið skráðir þar. Nánar hér... hlaup.com 

 Hlaup síðustu viku voru eftirfarandi......

Mánudagur: Anna, Bjarni, ritari, Dista, Birna og Jói fóru Álftaneshring og bættu sumir við sig Skátahring. Gréta fór Túnahring. Blíðuveður og gaman.

Miðvikudagur: Dista, Birna og Lilja fóru Álftanes- og Túnahring, Gréta fór Túnahring, Ágúst og ritari fóru Álftanes- og Skátahring.

Laugardagur: Dista og Birna fóru Álftanes- og Skátahring, Elín hljóp ?, ritari fór A. Hansen- og Túnahring.

Lilja hélt áfram með sínar byrjendaæfingar þriðjudaga og fimmtudaga, með góðri þáttöku og Ágúst og ritari fóru í mikla svaðilför í Powerade-hlaupinu.


Þæfingsvika afstaðin !

Vikan hefur einkennst af mikilli snjókomu og þæfingsfærð sérstaklega er líða tók á vikuna. Stormviðvaranir hafa orðið til þess að meðlimir SÁ hafa verið að sveigja til hlaupatíma sinn í takt við veðurspárnar og því verið stundum fámennt á föstum hlaupatíma, á þetta sérstaklega við um miðvikudaginn en þá var spáin mjög tvísýn. En ljósið í þessari viku er að hlaupatímar fyrir byrjendur sem Lilja sér um á þriðjudögum og fimmtudögum, er að trekkja til sín áhugasama einstaklinga sem hafa ekki verið að láta veðrið stöðva sig. Ritari varð vitni að því á laugardaginn að nýir meðlimir skokkuðu þó snjór hafi náð vel uppfyrir kálfa á sumum leiðum og ösluðu áfram af miklum vilja.

Æfingaáætllun fyrir komandi viku verður gerð meira eftir hentugleika hverju sinni vegna mikilla snjóa.

Hlaup seinustu viku voru eftirf....

Mánudagur: Ágúst, Sissa, Bjarni og ritari fóru Álftanes- og Skátahring auk 4*200m spretti við Sóta, Anna, Lilja, og Birna fóru Á+S-hring auk nokkurra spretta, Gréta fór Túnahring, Jói fór Álftaneshring, Þórhallur fór kl.18:30 5.2 km.

Miðvikudagur: Lilja, Ágúst, Jói, Sigurl., og Dista fóru Jörfa-, Álftanes-, og Skátahring, Gréta fór fyrr, Bjarni fór seinna, ritari fór seinna.

Vek athygli á Powerade-hla áupi no. 5 fimmtudaginn. 10 km hringur um Elliðaárdal, en Ágúst og ritari hafa tekið þátt í þessum hlaupum og láta vel af.

       


Enn bætist í hópinn!

Mæting í hlaup þessa viku hefur verið með ágætum, veðrið hefur leikið við okkur með hita og stillu að mestu leiti, og greinilegt er að daginn er farið að lengja. Það er einnig ánægjulegt að enn eru meðlimir að detta inn, tveir þessa viku, sem eiga eftir að styrkja hópinn og auðheyrt að enn er að spyrjast út að til er hlaupahópur á Álftanesi. Annar þessara manna er fullmótaður hlaupari er stundað hefur æfingar í Laugardal en ekki vitað af þessum hópi hér, segir það okkur að við þurfum að vera dugleg að láta spyrjast út um tilvist okkar t. a. m. láta vita af bloggsíðunni okkar og hópnum á facecbook þar sem samskipti eru auðveld. Hún Lilja okkar, er núna með nokkrar vinkonur sínar í einkatímum í hlaupagreininni, og er meiningin seinna að þær sameinist okkur eftir að hún hefur barið í þær kjarkinn og mótað eftir okkar skilyrðum, sem eru m. a. í grunninn þau að geta staðið í lappirnar og reimt á sig skóna án aðstoðarmanns. Hlökkum við til að fá þær í hópinn okkar.

Æfingahugmyndir þessa viku eru: Mánudagur-spretthlaup,  miðvikudagur-tempóhlaup, laugardagur-lengri hlaup en venjulega.

Hlaup seinustu viku voru eftirfarandi......

Mánudagur: Ágúst, Bjarni, Anna og ritari tóku brekkuspretti við Sóta og kláruðu Álftaneshringinn,  Birna, Dista og Lilja fóru Álftanes- og Skátahring, Gréta fór Túnahring.

Miðvikudagur: Ágúst, ritari, Sissa og Anna fóru Dashringinn - Birna, Dista og Lilja fóru Garðaholts- og Skátahring - Gréta fór Túnahring. Frábært veður og áttu sumir nóg eftir.

Laugardagur: Bjarni, þórhallur (nýr) og Dagur sonur Bjarna fóru Garðaholtið , ritari og Ágúst fóru Das- og Skátahring, Birna og jói fóru Álftaneshring, hitti Línu sem mætti seinna, veit ekki hvað hún hljóp. 

 


Seinasta vika!

Mikil umferð hlaupara hefur verið um Álftanes síðastliðna viku, og náði hún hámarki á laugardagsmorguninn er nesið iðaði af lífi. Fóru hlauparar í flokkum líkt og Skagfirskt stóð á leið til rétta og máttu sín lítils hlaupararnir frá SÁ er þeir hlupu á móti hersingunni í byrjun hlaups. Annars hefur þátttaka okkar manna verið að komast í gang og vonandi bætist í hópinn með hækkandi sól, því nú er daginn farið að lengja og munar um hverja vikuna er líður.

Þessa viku skulum við halda okkur við sama æfingaprógramm líkt og seinustu tvær: Mánudagur brekkusprettir - Miðvikudagur tempóhlaup - Laugardagur lengri hlaup

Á fimmtudaginn 27/1 kl. 19:00 er 5 km. hlaup sem FH stendur fyrir, og er hlaupið meðfram höfninni í Hafnarfirði og er um tímatöku að ræða. Kannski einhverjir skelli sér! Nánar á hlaup.is

Hlaup seinustu viku er eftirf....

Mánudagur: Dista, Birna, og Jói fóru Álftanes- og Skátahring - Ágúst, Sissa og ritari fóru Álftaneshring og tókku að auki 4*200m brekkuspr. í Sótabrekkunni. Snjór var yfir öllu og mikil hálka undir.

Miðvikudagur: Ágúst, Bjarni, Hrefna,og ritari fóru Garðaholtið og sumir Túnahring að auki - Birna fór Álftaneshring - Gréta kona Bjarna er ný í hópnum, og fór stóran Skátahring. Mikil sv- hríð og allir vel blautir.

Laugardagur: Sigurlaug, Jói, Anna og Sissa fóru Garðaholtið - Ritari fór Das- og Skátahring.

 

 


Seinasta vika !

Æfingaáætlun seinustu viku verður höfð óbreytt þessa viku líka. Ágætlega hefur viðrað til hlaupa seinustu daga, utan fimmtudaginn var er Ágúst og ritari skelltu sér í Powerade- hlaupið. Hríðin var slík um miðjan dag að ritari sá sér ekki annað fært en að versla  forláta lambhúshettu í Útilífi. Gekk á með dimmum éljum er við Ágúst fórum frá Álftanesi, en er við komum í Árbæinn var útlitið það gott að það reyndi ekki á lambhúshettuna góðu. Tíminn var aðeins lakari hjá ritara heldur en áður, en Ágúst hélt sjó og jafnaði tíma sinn. Nýir hlauparar létu sjá sig í hlaupinu á laugardaginn. Það voru Bjarni ljósmyndari, og Bjössi vinur hans sem er reyndur maraþonmaður. Bjarni byrjaði fyrir skömmu að hlaupa og stefnir hátt á næstunni.

Stofnaður hefur verið hópur á facebook undir nafninu "Skokkhópur Álftaness" og bið ég meðlimi endilega að skrá sig þar inn, og þá líka benda öðrum efnilegum meðlimum SÁ á hópinn.

Mánudagur: Garðaholtið fóru; Ágúst, Sissa, Anna, Dista, Birna og ritari.

Miðvikudagur: Dista, Birna, Ágúst og ritari fóru Álftaneshring. (Ágúst og ritari tóku spretti að auki).

Laugardagur: Dista, Birna, Sigurlaug og Jói maður Sigurlaugar (nýr) fóru Álftanes- og Skátahring, Bjarni ljósmyndari, Bjössi vinur hans og ritari fóru Garðaholtið.

 Æfingaáætlun þessa viku verður sú sama og seinustu viku. (sjá blogg seinustu viku).

 


Æfingaáætlanir, "sprettir og tempóhlaup"

Það er búið að vera að spyrja eftir því að hefja æfingaáætlanir að nýju, þ.e.a.s. sprettir, brekkusprettir, tempóhlaup og fl. Ég set upp smá prógramm fyrir þessa viku og sjáum til hvort að vetur konungur gefi okkur frið til að stunda þær æfingar, en heldur kalt hefur verið þessa viku og hefur Kári náð að hífa upp frostið svo um munar.

Mánudagur: Garðaholtið fóru; Óli, Hrefna, Anna, Sissa, og ritari. Sigurlaug, Dista og Birna fóru Álftanes- og Skátahring.

Miðvikudagur: Birna, Dista, Sigurlaug, Óli, Anna, Sissa og Ágúst mætt og fóru Álftaneshring. Sumir bættu við sig meira magni í lokin. Ritari var upptekinn í vinnu sinni.

Laugardagur: Dista, Birna, Ágúst og ritari fóru Garðaholtið.

 

Æfingaáætlun fyrir vikuna 9/1-16/1

Mánudagur: Hitað upp að hesthúsum og teknir 4*200 metra sprettir í brekkunni þar. Þeir sem treysta sér bæta fleirum við. Síðan er Álftaneshringurinn kláraður að íþróttahúsi.

Miðvikudagur: Tempóhlaup um Garðaholtið. Hitað 1.5 km og síðan hlaupið að á jöfnum frekar góðum hraða (4.30-6.00 í tempó) eftir því hver á í hlut. Gott að taka Skátahring í niðurhlaupinu.

Laugardagur: Áhersla lögð á lengri hlaup. (Das, A.Hansen, Vífilsstaðavatn).

 


"Að strengja heit"

"Ritari vill færa meðlimum Skokkhóps Álftaness óskir um gleðilegt nýtt ár, og vonar að samverustundirnar verði margar og langar í km. talið á nýju ári".

Nú þegar árið er liðið er oft staldrað við og litið yfir farinn veg. Vegið er og metið hvernig til tókst og hvað hefði mátt fara betur. Horft er fram á við og reynt að sjá fyrir um hvað nýtt ár mun bera í skauti sér. Margir nota áramótin til að strengja heit og lofa bót og betrun, verða betri maður, sáttari við sjálfan sig og aðra menn, eða lifa heilsusamlegra lífi. Við hlauparar erum ekki undanskilin þegar kemur að því að strengja heit. Að byrja að hlaupa er fyrsta skrefið sem flest okkar í SÁ. höfum tileinkað okkur, en að prjóna við framhaldið eins og t.d.: Að hlaupa meira eða oftar, taka þátt í ákveðnu hlaupi t.d. 10, 21, eða 42 km og þá á einhverjum ákveðnum tíma eða bara klára hlaupin til að vera með, og svo eru aðrir sem vilja hlaupa og brenna þar til ákveðinni þyngd er náð.

Ágætlega hefur viðrað til hlaupa seinustu viku og byrjaði vikan vel hjá skokkhópnum, góð mæting hlaupadagana og einnig hafa meðlimir verið iðnir við að hlaupa aðra daga líka. Einhverjir tóku þátt í Gamlárshlaupum sem voru í boði, en hefð er orðin fyrir því og þátttaka almennings góð.

Mánudagur: Dista, Baldur, Birna, Sigurlaug og Lilja fóru Álftanes- og Skátahring. Ágúst og Anna fóru Dashringinn og ritari og Steinþór fóru Das- og Túnahring. Vel mætt, gott veður hiti og logn.

Miðvikudagur: Sigurlaug og Birna fóru Álftaneshring. Ritari fór 2*Álftaneshring, Ágúst fór að Prýði og aðrir meðlimir SÁ fóru marga hringi kringum jólatré Kvenfélagsins því árlegt jólaball stóð yfir á sama tíma.

Laugardagur: Held að Lilja hafi tekið sóló þennan morgun. "Væri til í staðfestingu á því ef svo er".

 

 


Gleðilega jólahátíð !

"Ritari vill byrja á því að óska meðlimum Skokkhóps Álftaness Gleðilegra Jóla og vonar að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar". Eðlilega hafa hlaup raskast eitthvað svona í aðdraganda jólanna og þá eitthvað yfir jólin líka. Sumir hafa verið að hlaupa fyrir utan venjulegan hlaupatíma vegna anna á hlaupadegi sem er eðlilegt á erilsömum tímum sem þessum. Hefur ritari m.a. orðið að hliðra til í sínum hlaupum og því ekki með það á hreinu hverjir hlupu seinustu viku.

Mánudagur: Dista, Anna og Birna fóru Álftaneshring og Breiðumýri að auki. Ágúst mætti en varð frá að hverfa vegna anna heimafyrir. Ritari fór Dashring+Túnahring.

Miðvikudagur: Veit það fyrir víst að Ágúst mætti og fór Álftaneshring. Eru það einu heimildir mínar frá þessu hlaupi. Ritari var fastur í umferðarteppu í bænum í mikilli snjókomu og hálku.

Laugardagur: "Sjálfur Jóladagur". Ritari lagði einn af stað í þetta hlaup, en hljóp manneskju uppi sem reyndist vera Lilja. Sagðist hún hafa lagt aðeins fyrr af stað því hún bjóst ekki við neinum öðrum, (smá vanmat) kastaði ég á hana jólakveðju og fór Das- og Túnahring. Þykkur snjór var yfir öllu og nokkur vindur. Ekki voru mörg spor í snjónum, og greinilegt að Hafnfirskir hlauparar sváfu værum blundi því engin spor voru fyrir sunnan Garðaholt.

"Þá er að gíra sig upp og mæta í seinustu hlaup ársins. Spáin er góð og því kærkomið að hleypa fákum sínum og brenna svolitlu af hátíðarkræsingunum í leiðinni. Svo vil ég minna á Gamlárshlaup ÍR á Gamlársdag kl. 12:00, skemmtilegt hlaup.  Einnig er hlaup hjá Haukum sem er reyndar óstaðfest ennþá".

 


Seinasta vika: "Að kýla vömb"

Ritari hefur verið upptekinn undanfarnar vikur starfs síns vegna við að matreiða jólamat ofaní íbúa höfuðborgarsvæðisins og var því fjarverandi í tveimur hlaupum þessa viku. Hefð hefur komist á meðal Íslendinga að boðið er uppá jólamat með tilheyrandi kræsingum allann jólamánuðinn. Fyrirtæki og einstaklingar keppast við að matbúa fyrir starfsmenn og vini sem er svo sem vel, en toppnum er svo náð með jólahaldinu, er þá sett í fimmta gír og veigarnar hverfa sporlaust ofaní meltingarfarveginn og beint út í sjó. Þegar að svo hátíðarhöldunum linnir, fara að renna tvær grímur á suma og þá sérstaklega þá sem hafa staðið sig best í geyminu. Jólabuxurnar/kjóllinn fara að þrengja ískyggilega að og þá kemur það fyrir að saumar bresta er staðið er upp úr djúpum sófum. Við svona fyrirboða er ekki unað og er þá um að gera að leita sér ráða hjá hlaup.is og kíkja á hlaupadagskrá ársins 2011 og mæta svo í hlaup með Skokkhópi Álftaness. Skrá sig síðan í Gamlárshlaup ÍR og ná sér í inneign fyrir gamlárssteikinni ef hún á einhver að verða.

Mánudagur: Birna, Dista og Sigurlaug fóru á rúntinn (Álftaneshr.+Skátahring). Anna, Sissa, Ágúst og ritari fóru Álftanesveginn að Prýði og til baka. Blíðuveður logn +6°c

Miðvikudagur: Birna og Dista fóru rúntinn, Sissa, Óli og Sigrún sem er ný, fóru að Garðaholti. Ritari var að brúna kartöflur.

Laugardagur: Ritari var enn að brúna kartöflur og vantar heimildir fyrir því hvort einhver hafi mætt í þetta hlaup. Svar óskast!     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband