SÁ í markaðssetningu, "betra af stað farið en heima setið"

Í byrjun vikunnar ætlum við félagar í SÁ að bera út kynningarblað um Skokkhóp Álftaness í hvert hús hér á Álftanesi. Er það von okkar að það geti orðið til þess að fleiri bætist í okkar ágæta hóp og njóti þess að vera í félagsskap við náttúru og menn. Munum við verða í sambandi við ykkur þegar að dreifingu kemur.

Ótrúlega umhleypingasömum veður-kafla er vonandi lokið með snjódrífu er almættið skellti yfir okkur svona í endan á annars ekkert slæmum vetri. En svona til gamans þá var janúar mjög góður svo hlaupamagn SÁ mældist mun meira heldur en í apríl. Ekki það að við séum búin að vera eitthvað að vola sí og æ, því SÁ inniheldur marga einstaklinga sem láta ekkert á sig fá er hindrað getur för þeirra um lendur Álftaness, heldur magnast við mótlætið. 

Hlaup seinustu viku voru eftirf.... 

Mánudagur: Ritari var einn í þessu hlaupi og fór Dashringinn. (Aðrir lágu á meltunni).

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug og Dista fóru Álftanes- og Skátahringinn - Ágúst, Villi og Sævar fóru Jörfahring - Jói og ritari fóru stuttann Jörfahring.

Laugardagur: Dista, Birna, Sigurlaug, Anna og Sissa fóru Bessastaðanesið í snjókomu og logni - Ágúst, Jói og Sævar fóru A. Hansenhringinn.

Æfingaáætlun næstu viku er.....

Mánudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Miðvikudagur: Hlaup með 4-8 sprettum, fjöldi spretta fer eftir lengd hlaupsins.

Laugardagur: Áhersla á lengri hlaup. 


Gleðilegt sumar og páska !

Sem betur fer erum við íslendingar með ríkt langlundargeð þegar kemur að veðri sem reynist yfirleitt vel og hefur nýst sérstaklega seinustu vikurnar. Hlaup eru því enn stunduð af eljusömu fólki og er skemmst frá því að segja að skemmtilegt hlaup var á sumardaginn fyrsta, Viðavangshlaup- ÍR og tóku 5 félagar úr SÁ þátt í því og létu vel af. Er þetta fyrsta vorhlaupið, en þau eiga eftir að vera allmörg og er skorað á meðlimi SÁ, að vera duglega að taka þátt því skemmtanagildið er ærið, fyrir utan það að þetta eru keppnir sem allir geta gælt við með misjöfnum markmiðum.   

Hlaup seinustu viku voru eftirf....

Mánudagur: Dista og Birna fóru Blikastígs-, Álftanes- og Skátahring - Anna og Íris fóru Garðaholtið - Ágúst og ritari fóru Das- og Túnahring.

Miðvikudagur: Anna fór Álftaneshring - Ágúst fór Garðaholtið - Ritari hljóp inni á bretti.

Fimmtudagur: Anna, Hildur, Bjarni, Villi Tryggva og ritari tóku þátt í Víðavangsklaup- ÍR (5km) og skemmtu sér vel.

Laugardagur: Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Anna, Ágúst og ritari fóru A. Hansenhringinn og fór ritari tvo Álftaneshringi að auki.

Æfingar næstu viku hljóða þannig....

Mánudagur: Jafnt tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Miðvikudagur: Hlaupin ákveðin vegalengd með nokkrum sprettum inni í hlaupinu. Upph. og niðursk.

Laugardagur: Farnar lengri vegalengdir en venjulega.


Vonandi kemur "fljótlega", betri tíð með blóm í haga!

Einhvernveginn hafa draumar og væntingar um vor og betri tíð fokið út um gluggann í bili. Ekkert lát er á veðurhamnum endalaus vindur og væta í kortunum svo ekki dugar að vera með neinn pempíuhátt í hlaupunum um þessar mundir, heldur klæða sig vel og sætta sig við aðstæður.   

Hlaup seinustu viku:

Mánudagur: Anna og Ágúst fóru Dashringinn - Sissa fór Garðaholtið - Birna, Dista og Villi Tryggva fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum - Ritari fór A. Hansenhringinn.

Miðvikudagur: Ritari lá heima í flensu og hefur ekki heimildir fyrir hlaupinu þennan dag.

Laugardagur: Birna, Dista og Sigurlaug fóru Álftanes- og Skátahring - Anna fór Garðaholtið - Ritari fór að Ásvöllum, um Engidal og Garðaholtið til baka og endaði með Túnahring.

Æfingaáætlun næstu viku hljóðar svo....

Mánudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki

Miðvikudagur: "Fartlek", mislangir sprettir teknir inni í hlaupi. Sá fremsti stjórnar lengd og fjölda sprettanna

Laugardagur: Lengri hlaup


Kosningahvellur í enda viku !

Vindasöm vika endar með miklum hvelli í stíl við það sem á undan hefur gengið. Aðeins hefur dregið úr þátttöku en vonandi fer fjölgandi aftur því meðlimir verða að fara að ná sér í innlegg fyrir páskunum, eggjaát og fleira kruðerí framundan. 

Hlaup seinustu viku voru þannig....

Mánudagur: Anna fór Dashringinn - Birna, Dista, Sissa, Villi og Ágúst fóru Garðaholtið og sumir Skátahr. að auki - ritari fór Das- og Skátahring.

Miðvikudagur: Lilja, ritari og Villi fóru Álftaneshringinn - Ágúst fór Álftanes- og Garðaholtshring - Bjarni fór Das- og Álftaneshring.

Laugardagur: Birna, Sigurlaug og Jói fóru Álftaneshr. og Jói kom við á Bessastöðumað auki - ritari fylgdi Írisi að Garðaholti sem hún kláraði en sjálfur fór hann A. Hansen- og 2*Álftaneshring.

Hlaupaæfingar næstu viku hljóða þannig:

Mánudagur: Upphitun, sprettir og niðurskokk.

Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurhlaup.

Laugardagur: Róleg lengri hlaup.


Íbúum Álftaness fjölgar ört !

Það er nú ekki lengur hægt að bera það fyrir sig að veðrið sé svo leiðinlegt þegar kemur að ákvörðun um það að hlaupa, eða ekki hlaupa. Veðrið er komið í vorgírinn og bjart er til 9 á kvöldin. Húsbændur og hjú eru farin að rótast í vorverkunum, þröstur syngur í trjánum og hver farfuglinn af öðrum kemur inn til lendingar. Já það er ekki laust við það að allt sé að gerast þessa stundina, en staðfest er að allavega 3 lóur við Skógtjörn og einn syngjandi Þröstur í Sviðholtsvör séu á meðal íbúa vor þessa stundina.

Kippur er kominn í hlaupin hjá SÁ og er nú svo komið að varla er bíl að sjá á ferðinni þegar skokkhópurinn liðast um stígana. Gangandi fólk og aldraðir hafa þurft að hafa hægt um sig meðan þessu fer fram enda er hraðinn mikill því SÁ-menn eru í góðri æfingu eftir veturinn.

Hlaup seinustu viku eru eftirf.....

Mánudagur: Anna, Dista, Sissa, Íris, ung stúlka, Ágúst, Villi T., Gísli, Þórhallur, Jói, og ritari hituðu upp að Sótabrekkunni og teygðum þar. Tókum svo 2-4*200m spretti í brekkunni sem tók vel á, flestir kláruðu svo Álftaneshringinn en Þórhallur fór einnig Garðaholtið ásamt ritara.

Miðvikudagur: Dista, Birna, Lilja og Villi T. fóru Álftaneshring með viðkomu að Bessastöðum - Ágúst og ritari fóru Dashringinn.

Laugardagur: Birna fór Álftanes- og Stóran Skátahring - Jói fór Dashringinn - Ágúst og ritari fóru A. Hansen- og Álftaneshringinn.

Æfingar næstu viku eru eftirf....

Mánudagur: Upphitun, teygjur og brekkusprettir

Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurhlaup

Laugardagur: Lengri hlaup 

   

 

 


Vor í lofti

Það má með sanni segja að það sé vor í lofti þessa dagana. Seinasta él gerði í hlaupinu á mánudaginn en 10 manns mættu í það hlaup og létu veðrið ekki hafa áhrif á sig, heldur þrömmuðu Álftaneshringinn svo ákveðið að það mátti halda að þeim hefði verið lofað vorinu næsta dag. Og það kom svo í ljós í miðvikudagshlaupinu að viðsnúningur hafði orðið í veðrinu, mikil blíða skollin á sem varir enn og til að toppa þessi tíðindi þá fréttist af þremur Lóum við Skógtjörn um helgina. Minntist ég á það við hann Ágúst í hlaupinu á laugardaginn að ég hefði undanfarin ár heyrt í lóunni í kringum 23. mars sem virðist ekki vera fjarri lagi.

Hlaup seinustu viku....

Mánudagur: Anna, Villi Álftnesingur, Gréta, Bjarni, Íris, Sigurlaug og Jói fóru Álftaneshring og bættu sumir við sig Skátahring - Birna og Dista fóru Álftaneshr. og komu við á Bessastöðum í leiðinni - ritari fór 2*Álftaneshring og Skátahring að auki.

MIðvikudagur: Jói, Ágúst, Sigurlaug, Villi Tryggva, Lilja, Anna, Íris og ritari fóru Álftaneshring og komu sumir við á Bessastöðum, bættu við sig Skátahring og fóru sumir um Breiðumýri.

Laugardagur: Sigurlaug, Birna, Sissa og Villi Tryggva fóru Álftanes- og Skátahring - Ágúst og ritari fóru A. Hansenhring og bætti ritari við sig Álftaneshr. að auki.

Æfingaáætlun vikunnar: Mánudagur brekkusprettir - Miðvikudagur tempóhlaup - Laugardagur lengri hlaup 

 


Snjóþrúgurnar fást í Byko !

Ekkert lát er á vetrarveðrunum sem geisað hafa síðastl. vikur. Er nú svo komið að hörðustu hlaupajaxlar eru farnir að spá í kaup á snjóþrúgum sem er þekkt fyrirbæri í snjóþungum löndum eins og t.a.m. Alaska og öðrum Norðurskautsríkjum. Gerði snögga verðkönnun og er niðurstaðan kr. 16000-50000, með miklu úrvali, sem er ótrúlegt. En áður en lengra er haldið þá minni ég á að það er 1 mánuður í 1 vetrardag og þessu ætti að fara að linna. Annars er ótrúlegt hvað hlauparar úr Hafnafirði eru duglegir að koma hér við á nesinu og þá sérstaklega um helgar, en þeir hafa þá hlaupið mikið á götunni sem krefst aðgætni.

Meðlimir SÁ hafa verið rólegir í hlaupum þessa viku en vonandi stendur það til bóta, markmiðasetning fyrir þetta hlaupaár ætti að fara að koma í dagsljósið innan tíðar hjá flestum, en sumir eru búnir að taka ákvarðanir með sín oddahlaup eins og t.a.m. Bjarni og ritari sem hafa þegar skráð sig á Laugaveginn þann 16 júlí og eru þessa dagana að fá í hendur prógramm er hljóðar uppá 80-100 km hlaup per viku fram að þessu. Hefur ritaði sagt upp vinnu sinni til þess að geta helgað sig undirbúningi og frést hefur af ljósmyndastofu og strandveiðibát á brunaútsölu er rekja má til Bjarna Jónssonar.

Annars voru hlaup vikunnar þessi....

Mánudagur: Ágúst, Jói, og ritari fóru Garðaholtið og bætti ritari við sig Túnahring - Birna og Dista fóru Álftaneshring.

Miðvikudagur: Ágúst, Hrefna og Anna mættu í þetta hlaup. Heimildir hvert eru ekki til staðar hjá ritara sem hljóp Dashring fyrr vegna vinnu sinnar.

Laugardagur: RITARI MÆTTI EINN Í ÞETTA HLAUP! Fór því næst inn í Actic í staðin fyrir að hlaupa einn úti og keyrði truntuna eins og hann gat.

Æfingar vikunnar verðum við enn um sinn að prjóna eftir aðstæðum.

 

 


Vetur kemur, vetur fer, vetur kemur.....

Já það hefur margt verið skrafað og ritað um veðrið á Fróni frá upphafi byggða og er svo enn. Það má með sanni segja að það sé búin að vera vetrartíð þessa viku, má orða þetta sem annan í þorra eða eitthvað álíka, en ekkert lát er á veðurhamnum. Við í SÁ erum búin að vera hörð af okkur og hefur ekkert hlaup fallið niður en leiðir hafa stundum verið takmarkaðar vegna ófærðar.

Hlaup vikunnar voru eftirf....

Mánudagur: Gréta, Anna, Bjarni, Jói, og ritari fóru 1-2 eða jafnvel 3 Álftanes- og Skátahringi. (Ágúst fór fyrr og Lilja hljóp inni).

Miðvikudagur: Birna, Jói, Hrefna og ritari fóru 1-3 Álftanes- og Skátahringi

Laugardagur: Birna,Sigurlaug og Dista fóru Álftaanes- og Skátahring - Jói fór Dashringinn - Þórhallur og ritari fóru Bessastaðanesið og bætti ritari við Álftanes- og Skátahring.

Æfingar vikunnar verða prjónaðar eftir aðstæðum !


Með vindinn í fangið!

Vikan hefur einkennst svolítið af umhleypingum í veðurfari og greinilegt að vorið er ekki alveg komið þó manni hætti til að vera bjartsýnn strax og sólarglæta sést á lofti þó hún vari ekki lengi. En hlauparar á Álftanesi láta ekki illsku-veður og hamfarir hafa áhrif á sig heldur eflast við mótbárur og hlaupa keikir og fullir stolti um lendur sínar.

Mánudagur: Lilja, Birna, Gréta, Andrea, og Jói fóru fóru Álftanes- og Skátahringi - Sissa og ritari fóru Garðaholtið og tóku nokkra brekkuspretti - Bjarni fór Das- og Túnahring - Þórhallur valhoppaði um óvíst hvert.

Miðvikudagur: Ágúst, Jói, Dista, Sigurlaug, Birna, ritari og tværr nýjar dömur Íris og Salome fóru Álftanes- og Skátahring, sumir einn og aðrir tvo hringi.

Laugardagur: Gréta og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Íris og Salome fóru Garðaholtið - Bjarni og Þórhallur fóru Garðaholtið og Álftanes- og Skátahring - Ritari fór Vífilsstaðavatn og A. Hansenhring.

Æfingar vikunnar: Mánud. Brekkusprettir - Miðvikud. Tempóhlaup - Laugard. Lengri hlaup.

Á fimmtudaginn kl. 20:00 verður seinasta Powerade-hlaup vetrarins.

 


Hvar voru allir ?

Vikan byrjaði vel líkt og fyrri vika með ágætis þáttöku vel mætt á mánudegi og miðvikudegi, en botninn datt svo skyndilega úr á laugardagsmorgninum er ritari stóð einn og yfirgefinn í anddyri Alladíns. Já það hafði skollið á snjóbylur um nóttina er greinilega hafði náð að splundra litla sæta hlaupahópnum svo mjög að fátt eitt minnti lengur á hópinn annað en ritari vor sem rýndi út í sortann með von um meðreiðarsvein sem ekki lét sjá sig. Var reyndar sjálfur búinn að velta mikið vöngum yfir því fyrr um morguninn, með sængina yfir hausnum,  hvort ég ætti nokkuð að mæta í hlaupið því ég var búinn að vera með kverkaskít og kulda í skrokknum undanf. tvo daga. En svo gat ég ekki hugsað mér að láta upplýsast um þann aumingjaskap í mér að mæta ekki í hlaup og vera rakkaður niður af félögum vorum sem biðu eftir mér í anddyrinu. Reyndist ótti minn ástæðulaus, en ég sá það seinna á hlaup.com (hlaupadagbókinni) að Ágúst mætti einni mínútu eftir að ég lagði af stað. Sönn hetja þessi Ágúst!

Hlaup vikunnar voru eftirf.....

Mánudagur: Dista, Birna, Lilja, Sissa, Anna, Ágúst, Jói og ritari þrömmuðu öll Bessastaðanesið og bættu við ýmist Álftanes-, Túna-, eða Skátahring - Óli og Hrefna fóru Álftaneshringinn.

Miðvikudagur: Ágúst, Anna, Bjarni, Þórhallur og ritari fóru Garðaholtið og bættu við sig m.a. Túna-, Skáta- eða Álftaneshring. - Lilja, Birna, Dista og Sigurlaug fóru Álftaneshring og bættu einhver við sig Túna-, eða  Skátahring.

Laugardagur: Ritari fór Das- og Álftaneshring, Ágúst fór A. Hansenhringinn.

Æfingaáætlun næstu viku: Mánud. Upphitun að Sóta og farnir sprettir 4*200m og Álftaneshringurinn kláraður í niðurskokki. Bætt við að hætti hlauparanns - Miðvd. Tempóhlaup, 1.5km upphitun og svo hlaupið frekar hröðum og jöfnum hraða. Endað á niðurskokki. - Laugard. Lengri vegalengdir farnar.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband