Vorblíða að vetri til
20.11.2011 | 21:13
Vel hefur viðrað til hlaupa seinustu viku, svo mjög að um vorblíðu hefur verið að ræða. Hefur mannskapurinn því verið fremur léttklæddur á hlaupunum og þátttaka með betra móti.
Hlaup seinustu viku..
Mánudagur: Birna, Sigurlaug, Jói, Ágúst og ritari framkvæmdu hlaupaæfingar og spretti við Sóta og fóru Álftaneshring.
Miðvikudagur: Birna, Lilja, Dóra, Sævar og ritari fóru ýmist Álftanes-, Das- og Túnahring.
Laugardagur: Ágúst, Sævar, Anna, Sissa, Rakel, Birna, Lilja, Villi og ritari fóru ýmist Álftanes-, Garðaholts-, Das- og Suðurbæjarlaugarhring. (4.-17. km.).
Æfingar næstu viku verða ákveðnar fyrir hvert hlaup og ráðast af þátttöku hverju sinni.
SÁ gerir sér glaðan dag
13.11.2011 | 23:49
Vikan byrjaði meðhvössum lægðum en slotaði er líða tók á hana. Sævar og ritari tóku þátt íPowerade- hlaupinu og skemmtu sér vel ásamt 360 öðrum þáttakendum og álaugardeginum var góð mæting í hlaup, því að greinilegt var að það átti að ná sérí inneign fyrir Haustfagnaðinum sem fram fór síðar sama dag.
Haustfagnaður SÁfór fram í Haukshúsi á laugardagskvöldið og hófst með því að meðlimir snæddusaman 9. rétta máltíð sem ritari snaraði fram úr ermi sinni ("fyrirgefiði",verður meira næst). Var þessu ölluskolað niður með guðaveigum af ýmsum gerðum og varð strax mikil stemning ímannskapnum sem entist svo fram á miðja nótt. Þetta var fyrsta samkoma sem hópurinnheldur og má segja að þetta hafi verið bæði afmælis- og uppskeruhátíð, en SÁvarð 1. árs 15. september síðastliðinn. Er engin spurning um að svona viðburðiverður að endurtaka að ári liðnu því þakið á Haukshúsi ætlaði af, því stemningin var svo mikil er hæst lét.
Hlaup seinustuviku...
Mánudagur: Aftakaveður með roki og rigningu hindraði ekki Villa að mæta í hlaup þennan dag. Á hannheiður skilið fyrir þetta afrek.
Miðvikudagur: Ágúst,Birna, Villi, Lilja og Sævar fóru Garðaholtið.
Fimmtudagur: Sævar og ritari tóku þátt í Powerade- hlaupinu.
Laugardagur: Ágúst,Sævar, Anna, Hildur, Sissa, Jói, Sigurlaug, Lilja, Villi og ritari fóruGarðaholtið, Das- og A. Hansenhringinn.
Æfingar næstuviku verða hefðbundnar og viðrar sennilega vel í æfingar við Sóta á mánudeginum.
Seinasta vika ! | Breytt 17.11.2011 kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sáttur við menn og mýs
6.11.2011 | 23:28
Þrátt fyrir vindasama viku hefur vaskur hópur manna mætt svo engin hlaup hafa fallið niður. Er það bara gott því á berangrinum hér er lítið sem hindrar Kára á ferð sinni. En þá er það nú eins og ætíð þarf, þ. e. a. bíta á jaxlinn, og hendast af stað. Hlýnar viðkomandi þá fljótt og er áður en hann veit sjálfur, búinn að fækka fötum og kemur rjóður og sællegur í hús, sáttur við menn og mýs. En eins og við vitum þá er þetta bara spurningin um að koma sér af staaaaaððð.
Minni á Powerade- hlaupið sem er á fimmtudagskvöld Kl: 20:00 Sævar og Friðþjófur ætla og hafa pláss fyrir fleiri með sér.
Hlaup seinustu viku voru eftirf...
Mánudagur: Jói, Sigurlaug, Lilja, Villi, Birna og ritari framkvæmdu æfingar dagsins, sem voru Sprettir á skeiðvelli, hlaupaæfingar og trjáhlaup.
Miðvikudagur: Ágúst, Villi, Sævar, Birgir og ritari fóru Garðaholtið og Túnahring.
Laugardagur: Villi, Sævar, Birna, Sigurlaug og ritari fóru Garðaholts-, Túna-, og A. Hansenhring. Á heimleið mættum við Línu á Álftanesveginum.
Hlaupaæfingar vikunnar ráðast fyrir hvert hlaup, og fara eftir þátttöku hverju sinni.
Seinasta vika ! | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Venjuleg haustvika líður
31.10.2011 | 00:00
Þessi vika var svona venjuleg haustvika. Skiptust á skin og skúrir en án stórhríðar. Mæting þokkaleg, en betri þegar sólin skín.
Hlaup seinustu viku voru eftirf...Mánudagur: Lilja, Birna, Jói, Ágúst, Sævar og ritari framkvæmdu hlaupaæfingar og spretti við Sóta, og kláruðu síðan Álftaneshring.
Miðvikudagur: Jói, Ágúst, Óli, Lilja, Birna og ritari hlupu Bessastaðanesið og bættu sumir við Álftaneshring.
Laugardagur: Ágúst, Anna, Hildur, Sævar, Birna og ritari fóru Túna-, Bessastaðanes- og A. Hansenhring.
Hlaupaæfingar vikunnar verða ákveðnar fyrir hlaup og ráðast af þátttöku hverju sinni.
"Laugardagur til lukku"
23.10.2011 | 23:09
Vikan byrjaði með dræmri mætingu líkt og veður gaf til kynna, en um leið og veður lægði þá tíndust SÁ menn fram úr skúmaskotum sínum. Gaman var að sjá hve margir mættu á laugardaginn en greinilegt var að einhverjir voru orðnir sveltir af hlaupaskorti því slík var yfirferðin. Mátti sjá rjúka úr sólum, og gangandi vegfarendur voru litnir hornauga af einbeittum meðlimum SÁ, sem ætluðu nú heldur betur að fá eitthvað fyrir snúð sinn þennan góðviðrismorgunn. Er ljóst að samviska margra hreinsaðist til fulls er heim í sturtuna var komið.
Gott er að geta haldið hlaupagrunni ca 20-30 km. per viku, og eru menn þá heitir fyrir Poweradehlaupin og Gamlárshlaupið í vetur.
Hlaup seinustu viku voru eftirf....
Mánudagur: Jói og ritari héldu uppi heiðri SÁ þennan dag með Das- og Garðaholtshring.
Miðvikudagur: Ágúst, Sigurlaug, Jói, Sævar, Birna og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu hjá forseta vorum.
Laugardagur: Mætt- Sigurlaug, Jói, Birna, Dista, Thelma, Sissa, Anna, Hildur, Sólborg, Ágúst, Sævar og Lilja. Farinn var Álftaneshringur með viðkomu á Bessastöðum og Bessastaðanesið. Ritari fór í Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara og tók þátt í ½ maraþoni, með góðri bætingu. Gaman væri ef ritari fengi meðreiðarsvein frá SÁ með sér í þetta hlaup að ári.
Æfingar næstu viku eru eftirf. en veðurhorfur eru þokkalegar...
Mánudagur: Hlaupaæfingar og sprettir.
Miðvikudagur: Tempóhlaup.
Laugardagur: Lengri hlaup.
Seinasta vika ! | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Látum ekki haustvindana ráða för
16.10.2011 | 21:57
Vikan byrjaði með fallegu veðri og góðri mætingu í hlaup en er líða tók á hana fór heldur að syrta í álinn með veðrið og dró þá úr þátttöku. Ritari fór einn í Powerade- hlaupið á fimmtudagskvöldið og skemmti sér vel, en vonandi getum við SÁ- menn fjölmennt einhvern tímann í það hlaup því þetta er ágætis áskorun fyrir hlaupara en það fer fram kl. 20:00 í hvaða veðri sem er.
Hlaup vikunnar voru eftirf....
Mánudagur: Ágúst, Sævar, Anna, Sissa, Sólborg, Birna, Sigurlaug og ritari voru mætt og gerðu hlaupaæfingar og tóku spretti, fóru síðan Álftaneshring og sumir Dashring að auki.
Miðvikudagur: Ágúst og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessasstöðum.
Laugardagur: Ritari var með höfuðverk og sá sér ekki fært um að mæta í hlaup kl. 9:00. Ef einhver mætti þá hafið samband við ritara. :o)
Hlaupaæfingar næstu viku fara eftir þátttöku hverju sinni.
Vikan 3/10-9/10
16.10.2011 | 21:25
Þessi vika einkenndist af dræmri þátttöku á venjulegum hlaupatíma. Er veðrið eðlilega skýringin á því, flestir fara þá á svig við veðrið og fara á öðrum tímum, flýta hlaupi eða fara daginn eftir. Aðrir hlaupa á bretti í staðinn sem er hið besta mál. En svo eru til þeir sem láta veður og náttúruöfl engin áhrif hafa á sig og mæta þó Kári sé í ham og má því stóla á þá eins og klukku.
Mánudagur: Lína, Birna og ritari mættu og fóru Álftanes- og Dashring.
Miðvikudagur: Ágúst, Sævar, Birgir og ritari mættir og fóru Das-, Garðaholts- og Túnahring.
Laugardagur: Slæmt veður var þennan dag og ákvað ritari að hörfa í hús og fór sína 22. km á brettinu. Voru þar einnig Anna, Lilja og Lína. Hann, hún eða þau sem mættu á réttum tíma þennan dag vinsamlegast látið ritara vita.
Æfingar voru frjálsar þessa viku
Áfram veginn...
2.10.2011 | 22:50
Haustlægðirnar hafa verið að koma yfir landið undanfarna daga með vindum og mikilli úrkomu Hitastigið hefur engu að síður verið í góðu lagi og engum því vorkunn að stunda útihlaup á meðan aðstæður eru svo góðar. Við siglum því með hraði fram í næstu viku og höldum áfram uppteknum hætti.
Hlaup seinustu viku...
Mánudagur: Birna, Bjarni, Sissa, Sigurlaug, Jói, Birgir, og ritari mætt. Æfingar við Sóta, sprettir á Sótavelli. Álftanes- og Dashringur.
Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Jói, Sissa, Birgir, Sævar, Ágúst og ritari fóru Jörfa- og Álftaneshring með ýmsum viðbótum.
Laugardagur: Lína, Anna og ritari fóru Vífilsstaðavatns-, Das- og Álftaneshring.
Æfingar næstu viku...
Mánudagur: Hlaupaæfingar og sprettir.
Miðvikudagur: Hlaup á jöfnum hraða.
Laugardagur: Lengri hlaup.
Nýr Íslandsmeistari og heimsmeistari í Maraþoni
25.9.2011 | 23:11
Hlaup seinustu viku...
Það var mikil hlaupaveisla sem fór fram í Berlín á sunnudagsmorguninn. Eins og alþjóð veit þá var krýndur nýr íslandsmeistari í maraþoni, Kári Steinn Karlsson sem hljóp á tímanum 2:17:12 og tryggði sér um leið réttinn á Ólympíuleikana í London 2012. Og ekki nóg með það nýtt heimsmet var slegið af Kenyabúanum Patrick Makau 2:03:38. Ritari fylgdist með þessu í beinni á Eurosport og Feisbókarsíðu FM og var ótrúlega spennandi. Einnig tóku þátt 100 aðrir íslendingar sem margir hverjir náðu mjög góðum tíma, en þess má geta að Berlínar-maraþonið þykir mesti langshlaupsviðburður ársins hverju sinni.
Góð þátttaka hefur verið í hlaupum þessa vikuna enda veður gott og almennt allir í formi.
Mánudagur: Sigurlaug, Birna, Lína, Bjarni, Birgir, Sævar, Jói, Lilja, Elín og ritari. Æfingar við Sóta, Das- og Álftaneshringur.
Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Lilja, Lína, Sævar, Birgir og ritari fóru, A. Hansen-, Das-, og Álftaneshring með viðk. á Bessastöðum.
Laugardagur: Anna, Sissa, Birna, Lína, Hildur, Thelma, Lilja, Sólborg, Sævar og ritari fóru, Das-, A. Hansen-, og Vífilsstaðavatnshring.
Æfingar næstu viku...
Mánudagur- Hlaupaæfingar
Miðvikudagur- Tempóhlaup
Laugardagur- Lengri hlaup
Haustið rúllar vel...
18.9.2011 | 22:05
Hefðbundin vika afstaðin. Mánudagsæfingarnar eru alltaf að gera sig, gott að byrja vikuna með góðum hlaupaæfingum og sprettum og taka stöðuna á mannskapnum í leiðinni. Síðastliðinn fimmtudag fóru 4. meðlimir SÁ í Icelandair-hlaupið og skemmtu sér vel í mjög fjölmennu hlaupi við góðar aðstæður. Birna og Sigurlaug fóru mikinn á góðu tempói og greinilega í mikilli framför og Hildur hljóp líkt og þindarlaus væri, enda ekki nýbyrjuð í greininni. Gott var að gæða sér á heitri sveppasúpunni sem var í boði í lok hlaups ásamt fleiri veitingum, en eftirtektarvert er hve veitingar eru fjölbreyttar hjá Flugleiðamönnum.
Hlaup seinustu viku...
Mánudagur: Sissa, Anna, Birgir, Sævar, Lilja, Bjarni og ritari voru mætt. Æfingar við Sóta og farinn m.a. Das- og Álftaneshringur.
Miðvikudagur: Lilja, Birna og Birgir fóru Das- og Álftaneshring.
Laugardagur: Sigurlaug, Birna, Thelma, Dista, Lína, Óli og ritari mætt. Farinn Vífilsstaðavatns-, Garðaholts-, og Álftaneshringur með Bessastaðaviðbót.
Æfingar næstu viku...
Mánudagur: Hlaupaæfingar, sprettir og teygjur.
Miðvikudagur: Tempóhlaup.
Laugardagur: Lengri hlaup.