Færsluflokkur: Seinasta vika !

SÁ, fyrir alla !

Ekki hafa SÁ- liðar skilað sér til fulls úr sumarfríum sínum en búast má við því að það fari að fjölga á næstu dögum. Stutt er í Reykjavíkur- maraþonið og því um að gera að mæta í sameiginleg hlaup fram að því til að geta miðlað upplýsingum sín á milli. Aðeins er þessi vika eftir fram að hvíldarvikunni fyrir RM, en þá eru farnar styttri vegalengdir í byrjun viku en hvíld seinustu 3. daga

Að sjálfsögðu er alltaf stefnt að hlaupum alla hlaupadaga ársins hring hjá SÁ og einnig fyrir þá sem eru ekki að stefna að neinu sérstöku keppnishlaupi. Því er óþarfi að hræðast það að mæta í hlaupin okkar.

Hlaup seinustu viku voru þannig...

Á mánudegi mætti: Birna, ritari og Ágúst og fóru Das-, Garðaholts-, og Álftaneshring.

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Lilja, Ágúst og ritari fóru Jörfahring.

Laugardagur: Ágúst, Bjarni, Dista, og Sigurlaug sáu um löngu vegalengdirnar þennan dag.

Æfingar þessa viku eru ákveðnar í upphafi hvers hlaups.


Hvernig gengur undirbúningurinn?

 

Enn hafa SÁ- liðar verið á faraldsfæti og þá meðtalinn ritari sem hefur samkvæmt því getað fylgst takmarkað með hlaupunum. Í þessari viku ætti að fara að fjölga í sameiginlegum hlaupum okkar því margir eru að koma úr fríum sínum og því væri gaman að við gætum farið að stinga saman nefjum okkar á ný og skiptast á skoðunum í undirbúningi fyrir RM sem óðum styttist í.  

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Sigurlaug, Jói, Dista, Lilja, Ágúst, Bjarni, Gréta, Birgir og ritari fóru Álftanes-, Garðaholts- og Skátahring.

Miðvikudagur: Ágúst fór A. Hansenhring en fleiri veit ég ekki um þennan dag.

Laugardagur: Ágúst fór A. Hansen og fl. Það sást einnig til Önnu og Hildar, Sigurlaugar og Jóa.

Æfingar þessa vikuna skulum við prjóna eftir hendinni miða við mætingu, en sumir hafa sett sér ákveðið prógramm til að fara eftir fyrir RM og koma til með að fylgja því.

 


Fólk á flandri

Meðlimir SÁ eru núna þessa dagana mikið á flandri í sumarfríum sínum líkt og aðrir landsmenn. Ættu því þeir sem mæta í hlaupin ekki láta koma sér á óvart þótt fámennt sé heldur mæta áfram því alltaf munar um einn og senn koma hinir. Efast ég ekki um að fólk hlaupi á ferðum sínum því alltaf er gaman að hlaupa á nýjum stað.  

Hlaup seinustu viku voru eftirf...

Mánudagur: Mætt voru - Birna, Sigurlaug, Jói, Ágúst, Villi, Gréta og Sigríður Rósa. Hlaupinn var Álftanes- og Garðaholtshringir. Sissa og Anna fóru fyrr um daginn að Vífilsstaðavatnið.

Miðvikudagur: Ágúst og Birgir fóru Dashringinn og Lilja fór Álftaneshring.

Laugardagur: Birna og Sigurlaug fóru Álftaneshringinn - Ágúst fór að höfninni í Kópavogi og til baka.

 

Æfingar næstu viku eru eftirf..

Mánudagur: Hlaupaæfingar

Miðvikudagur: Tempóhlaup

Laugardagur: Lengri hlaup


Sælir Laugavegsfarar

Draumur ritara  og Bjarna varð að veruleika er þeir kláruðu Laugavegshlaupið síðastl. laugardag eftir 4ra mánaða formlegan undirbúning. Fyrir voru þeir með ólíkan grunn. Bjarni hafði byrjað að hlaupa á eigin vegum í október 2010 en með SÁ frá áramótum. Er kappinn þekktur fyrir allt annað en það að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þrátt fyrir að vera ekki manna hæstur. Ritari hefur hlaupið í 7. ár og tekið þátt í nokkrum keppnum.

Hlaupið heppnaðist vel í alla staði, veður var frábært og skipulag gott. Trakteringar með drykki og smá næringu voru á drykkjarstöðvum sem sá fyrir því að keppendur ofþornuðu ekki því hitinn var verulegur síðari hluta hlaupsins. Fjórði hluti hlaupsins Emstrur - Húsadalur reyndi mest á keppendur og var ritari ekki undanskilin í þeim efnum. Byltur voru allnokkrar og ósjaldan heyrðist angistarvein er krampi fór að gera vart við sig hjá keppendum, fór ritari framúr nokkrum er héldu kvalarfullir um auma bletti en þá var ekkert annað að gera en að teygja vel og halda svo áfram. Því mikið er í húfi fyrir keppanda sem hefur lagt mikið í undirbúning í langan tíma, sem er ráðlegast því áskorunin er mikil. Má líka nefna það að sálræni kaflinn er erfiðastur á þessari leið og er þá margt skrafað við sjálfan sig, enda um sjálfskaparvíti að ræða. Hver kannast ekki við það að taka ákvörðun í hita leiksins um að leggja skóna á hilluna, fara í annað og rólegra sport og fl. En ótrúlegt sem er að er hjá líður er hugurinn farinn að skipuleggja hvernig  hlaupinu skyldi hagað í annað skiptið.

Næsta verkefni hjá flestum í SÁ er Rvk.-maraþon í ágúst. Flestir eru búnir að ákveða vegalengd og þá er bara að halda sér vel við æfingaprógrammið því góður undirbúningur stuðlar að skemmtilegra hlaupi, "minni krömpum". 

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Mættir í hlaup voru- Birna, Dista, Jói, Sigurlaug, Anna, Sissa og ritari. Var farið í Garðaholtið og gerðar hlaupaæfingar og kláraður Garðaholts- og Dashringur.

Miðvikudagur: Mættir- Sigurl., Birna, Bjarni, Villi, Ágúst, Birgir og ritari. Farið var Álftanes- og Túnahring með viðk. á Bessastöðum.

Laugardagur: Hef að eins heimildir fyrir Lilju sem áætlaði að fara Vífilsstaðavatn 21. km, til heiðurs Bjarna og ritara er uppfylltu draum sinn í Laugavegshlaupinu þennan morgun eftir 4ra mán. undirbúning. Önnur hlaup verða færð inn síðar.

Vikuæfingar halda áfram með sama hætti og undanfarnar vikur.

 


Hlaupið í allar áttir

Meðlimir hafa verið mikið út og suður sem von er því sumarfrístíminn stendur hæst um þessar mundir. Frést hefur þó af sumum sem hlaupa eða ganga þar sem þeir eru staddir hverju sinni. Má þar t.a.m. nefna Lilju, sem stödd var á Snæfellsnesi um helgina og lét þann draum rætast ásamt Elínu vinkonu sinni að hlaupa Jökulhálsinn, 22. km leið. Var ritari reyndar búinn að ráðleggja Lilju að byrja snemma að ári að undirbúa þetta hlaup, er það skyldi haldið í annað sinn, en biðlundin var ekki lengri en þetta hjá þeirri knáu sem blés vart úr nös eftir þetta.

Bjarni og ritari eru núna búnir með undirbúning sinn fyrir Laugaveginn er staðið hefur yfir í fimm mánuði. Hlaupið verður næstu helgi 16. júlí. Verður þessi vika helguð hvíld og andlegum undirbúningi fyrir átökin. Lagt verður í hann aðfaranótt laugardags og hefst baráttan kl 9:00

Hlaup seinustu viku voru eftirf...

Mánudagur: Mætt í hlaup voru - Anna, Sissa, Villi, Lilja, Andrea, Birna, Sigurlaug, Gréta, Berglind, Sandra, og ritari. Anna, Sissa og Villi keyrðu í Heiðmörk og hlupu til baka. Aðrir Fóru Álftaneshring og tóku hlaupaæfingar og spretti í Sótabrekkunni

Miðvikudagur: Birna, Hrefna og Óli fóru Garðaholtið - Gréta fór Álftaneshring

Laugardagur: Sigurlaug og Jói fóru Garðaholtið. ( Hef ekki heimildir fyrir öðrum hlaupurum ).

Æfingar næstu viku...

Mánud. - Hlaupaæfingar og sprettir

Miðvikud.- Tempóhlaup

Laugardagur - Lengri hlaup


SÁ vitjar nafla alheimsins á Snæfellsnesi

Á miðvikudeginum fórum við í Heiðmörk og kynntum okkur hlaupaparadísina þar. Héldum við okkur í austanverðri Vífilsstaðahlíð sem er skógi vaxin og með margbreytilegum hlaupaleiðum, brekkum og mjúku undirlagi. Ekkert mál er að finna sér lengri leiðir er skipta jafnvel tugum kílómetra því möguleikarnir eru miklir og bjóða uppá góða tilbr. frá malbikinu.

Bjarni stór-afmælisbarn laugardagsins, ásamt ritara, fóru í afarskemmtilegt hlaup, "Snæfellsjökulshlaupið" er haldið var við kjöraðstæður. Er það þeirra álit að vart sé hægt að finna sér skemmtilegra hlaup enda fegurð jökulsins og nágrenni heimsþekkt. Þetta er svona dæmi um möguleika okkar til að njóta móður náttúru á ódýran og eftirminnilegan hátt.

Hlaup seinustu viku eru eftirf....

Mánudagur: Sissa, Lilja, Birna, Villi, Gyða, Ágúst og ritari voru mætt og gerðu hlaupaæfingar, teygjur og tóku spretti við Sóta. Síðan kláruðu flestir Álftaneshring.

Miðvikudagur: Fórum sambíla í Heiðmörk og kynntum okkur hlaupaparadísina þar, mætt voru; Lilja, Birna, Sissa, Hrefna, Andrea, Birgir, Jói, Sigurl., Villi og ritari

Laugardagur: Hef ekki upplýs. um hlaupið frá íþr.húsinu en Bjarni og ritari fóru í Snæfellsjökulshlaupið og lentu í ævintýralegu hlaupi.

Hlaupaæfingar næstu viku eru eftirf...

Mánudagur: Upphitun, teygjur, hlaupaæfingar, sprettir

Miðvikudagur: Upphitun og tempóhlaup

Laugardagur: Lengri hlaup


Kapp í SÁ-hópnum

Góð mæting hefur verið undanfarna viku og því greinilegt að sumarstemning er yfir vötnunum. Gaman var hjá okkur á fimmtudaginn er fjölmennt var á Miðnæturhlaupið í Laugardal, í boði var 5 og 10 km hlaup, og fóru 3. manns í 5 km og 8 manns í 10 km. Sumir höfðu ekki tekið þátt í keppni áður en höfðu augljóslega mjög gaman af. Myndir frá hlaupinu má sjá í albúmi bloggsíðunnar og sýna þær brosandi þátttakendur. 

Hlaup seinustu viku....

Mánudagur: Upphitun, teygjur, sprettir og hlaup. Mættir voru, Lilja, Dista, Birna, Sigurlaug, Jói, Ágúst, Sævar, Birgir, Anna, Hildur, Berglind, Sandra og ritari

Miðvikudagur: Farnir voru Álftanes-, Túna-, Das-, Garðaholtshringir. Mættir voru, Anna, Sissa, Ágúst, Jói, Bjarni, Sævar, Birna, Sigurlaug, Dista, Gréta, Berglind, Sandra og ritari.

Fimmtudagur: Miðnæturhlaup í Laugardal, 5. og 10. km. Mættir voru, Anna, Sissa, Sigurlaug, Jói, Ágúst, Unnur, Villi, Birna, Dista, Hildur og ritari

Laugardagur: Farnir voru m.a. Álftanes-, Das-, og A. Hansenhringir. Mættir, Birna, Lilja, Gyða, Villi, Jói, Sigurlaug, Ágúst, Birgir, Anna, Hildur.

Æfingar næstu viku eru þannig...

Mánudagur: Upphitun, teygjur, sprettir og hlaup

Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurskokk

Laugardagur: Lengri hlaup

 


mfbm-hetjurnar stolt okkar og fyrirmynd

Seinasta vika er algerlega tileinkuð mfbm-hópnum sem afrekuðu að fara hring um landið á aðeins 15 dögum. Að vekja athygli á málstað krabbameinssjúkra með þessum hætti er aðdáunarvert og mikið afrek út af fyrir sig. Þetta fólk hefur kynnst þessum sjúkdóm af eigin reynslu og veit að aldrei er hægt að slaka á klónni í baráttunni við hann. Söfnuðust vænar fjárhæðir sem koma sér í mjög góðar þarfir.

Veðrið leikur við okkur þessa dagana og er því gaman að spranga um göturnar við þannig aðstæður. Margir eru í, eða eru að byrja í sumarfríi og njóta þess að ganga á fjöll og hlaupa um víðann völl.  

Hlaup seinustu viku voru þannig...

Mánudagur: Birna fór Bessastaðanesið - Bjarni, Birgir og ritari fóru Bessastaðanes- og Garðaholtshring.

Miðvikudagur: Sissa, Sævar, Ágúst og ritari fóru Das- og Skátahring - Birna og Dista fóru Garðaholtið - Berglind og Sandra fóru Álftaneshring - Sigurlaug og Jói fóru Álftaneshring með viðk. í Búðaflöt.

Laugardagur: Sigurlaug, Jói, Birna, og Sævar fóru Das- og Skátahring - Sissa og Anna skoðuðu sig um í Sjálandinu - Bjarni og ritari fóru Vífilsstaðavatn og hring um það að Odda, um Urriðaholt, að Kaldárseli, að Strandgötu, að Das og heim - Óli og Hrefna fóru A. Hansenhring.

Tillögur að æfingum næstu viku....

Mánudagur: Upphitun, teygjur og léttar hlaupaæfingar og hlaup að vild.

Miðvikudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Laugardagur: Lengri vegalengdir farnar.

 


Komdu með...

Það má með sanni segja að það sé gengin í garð vertíð í almenningshlaupum. Kvenna-, Heilsu-, Grafnings- og Miðnæturhlaup og hvað nú allt þetta heitir stendur nú yfir og mun ekkert lát á fram á haust. Þetta er að sjálfsögðu gott mál fyrir okkur sem í þessu erum því nú þykir ekkert tiltökumál að skreppa í hlaup með stuttum fyrirvara og fá svo tíma sinn ásamt mynd á netinu daginn eftir. Áður biðu menn spenntir eftir eina hlaupi ársins, en nú er tíðin önnur.

Nú eru sumarfrí að detta inn hjá almenningi og þá gefst meiri tími til hlaupaiðkana. Er því nú lag að fara að gera komur sínar tíðari í hlaup með okkur félögum í SÁ og taka gesti með sér, því eins og fyrr eru allir velkomnir í hópinn. 

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Lilja, Dista, Birna, Anna, Ágúst, Berglind, Sandra og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum. Gerðum teygju- og hlaupaæfingar í Sótabrekkunni.

Miðvikudagur: Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Hrefna, Óli, Sissa, Lilja, Jói, Ágúst, Sævar og ritari fóru Bessastaðanesið og bættu sumir við sig, t.d. Álftanes- og Skátahring - Anna Th. fór í Heilsuhlaupið og náði mjög góðum tíma.

Laugardagur: Sissa, Sigurlaug, Jói, Sævar og Lilja hlupu þennan dag og ritari og Bjarni hlupu í Vörðu-Skeggja í Henglinum á vegum Laugavegshópsins.

Æfingar vikunnar 13/6 - 18/6 eru þessar:

Mánudagur - hlaupaæfingar, teygjur og fl.

Miðvikudagur - tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Laugardagur - lengri hlaup.

 


Langt verður lengra

Greinilegt er að hlauparar eru farnir að lengja verulega í hlaupum sínum, sem eru merki þess að kapp er komið í kinn og markmið að verða komið í sigtið. Bessastaðanesið með viðbótum og Vífilsstaðavatnið eru vinsælar leiðir um þessar mundir, sem og A. Hansen, auk Das hins klassíka. Vitanlega er alltaf hægt að finna nýjar leiðir sem góða tilbreytingu.

Við SÁ- menn bíðum nú spennt eftir meðlimum okkar er hugðust nema land í Ameríku til að gera verðkönnun í sportvöruverslunum þarlendra. Má búast við að í framhaldinu muni nýir litir og vestrænir tískustraumar verða okkur Álftnesingum sýnilegir á strætunum næstu daga. 

Hlaup seinustu viku voru....

Mánudagur: Ágúst, Villi, Birgir, Gyða, Lilja, Sigurlaug, Jói og Dista fóru 1-2*Álftaneshring og tóku nokkra spretti í leiðinni.

Miðvikudagur: Dista, Birna og Sigurlaug fóru Álftanes- og Túnahring - Ágúst, Villi, Birgir, Sævar og ritari fóru Garðaholts- og Túnahring.

Laugardagur: Dista og Lilja fóru Bessastaðanes- og Álftaneshring - Birna og Sigurlaug fóru Bessastaðanes- og Skátahring - Ágúst, Villi og Sævar fóru Vífilsstaðavatns- og Skátahring - Bjarni og ritari tóku þátt skemmtilegu utanvegahlaupi í Grafningshlaupinu.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband