Hlaupanámskeið Sigurðar P. og SÁ
23.5.2013 | 08:30
Hlaupanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Hlaupanámskeið Skokkhóps Álftaness byrjar mánudaginn 27. maí kl. 17:30 fyrir utan íþróttahúsið.
Þjálfari: Sigurður P. Sigmundsson hlaupaþjálfari.
Fyrirkomulag verður eftirfarandi: Á mánud og föstud kl. 17:30 er blönduð æfing
þar sem byrjað er á léttu skokki í upphitun, þá teknar teygjur og
liðleikaæfingar, létt hlaupahopp, síðan nokkrar hraðaukningar og loks létt niðurskokk. Á æfingunum verður m.a. farið yfir líkamsbeitingu/hlaupastíl og fjallað um þætti er varða þjálfun.
Á miðvikudögum kl. 17:30 verður rólegt hlaup, fyrst um sinn 2-4 km sem lengist smá saman.
Æfingaáætlun fyrir hópinn verður sett á bloggsíðu Skokkhóps Álftaness http://skokkalftanes.blog.is og facebook https://www.facebook.com/groups/skokkhopuralftaness/
Námskeiðinu lýkur 24.júní með þátttöku í Jónsmessuhlaupinu í Laugardal
en þar er boðið upp á 5 og 10 km. Þjálfari mun áður fara sérstaklega
yfir undirbúning fyrir þátttöku í almenningshlaupi.
Námskeiðsgjald verður á bilinu 5-7 þúsund. Fer eftir fjölda þátttakenda.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku sem fyrst hjá Friðþjófi á netfangið diddo@hive.is
Nánari upplýs. Friðþjófur s: 8643191 og Lilja s: 8216370
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.