Skokkfréttir, Skokkhóps Álftaness

Eftir að vetur fór að styttast og daginn að lengja, þá varð loksins betra að athafna sig á hlaupunum, eftir langan og strangan vetur sem oft var hlaupurum erfiður. Er birtunni og lengingu dagsins samfara því tekið opnum örmum, um leið og fyrstu farfuglarnir fá kynningu í fjölmiðlum, líkt og þjóðhöfðingjar væru þar á ferð. Já það er ljóst að vorið er í nánd og vegna þess erum við fljót að gleyma harðindum vetrarins.

Nú eru almenningshlaupin að hefjast, og byrja á Víðavangshlaupi ÍR(5 km) á sumardaginn fyrsta og þar á eftir Vormaraþon FM (21 og 42 km). Eftir það er mjög stutt á milli hlaupa fram á haustið, en mjög mikil aukning og framboð er á almenningshlaupum seinustu árin. Margur vill vera með í þessum hlaupum og setja sér markmið, en aðrir vilja bara vera með og njóta þess að hitta aðra hlaupara.

Ég vil minna á hlaupanámskeiðið sem við höfum áður auglýst og er laugardaginn 28. apríl. Viðtökur hafa verið góðar og er ekki vafi á að þetta á eftir að vera gott innlegg í hlaupaflóru okkar Álftnesinga. Skráning er hjá Friðþjófi í netf. diddo@hive.is  

Einn af vorboðum okkar er það að fjölga fer í umferð gangandi og hlaupandi vegfarenda. Erum við SÁ-hlauparar engin undantekning þar, því þátttaka hefur aukist seinustu daga. Reynum við að taka vel á móti nýju fólki og leiðbeina þeim gegnum fyrstu skrefin. Verður á næstunni sett upp æfingaáætlun fyrir hverja viku fyrir sig eins og viðgekkst í fyrra og féll í góðan jarðveg.     

 

 

 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband