Enn lengir daginn og bjart er yfir...

Góð tíð hefur verið undanfarið svo hlaupin hafa gengið vel fyrir sig, auk þess sem daginn er farið að lengja verulega. Bjart er orðið til klukkan að ganga átta á kvöldin svo ekki er komist hjá því að hugsa til vorsins, sem færist nær, og ritari minnist þess að hafa yfirleitt heyrt í fyrstu Lóunni síðla mars.  

Þau sem hafa verið iðin við láta sjá sig í hlaupunum undanfarið eru: Ágúst, Villi, Jói, Sigurlaug, Ögmundur, Sævar, Birna, Lilja og Friðþjófur. Anna og Sissa eru farnar að sjást líka og vonumst við til þess að fleiri fari að detta inn.

Sævar, Villi, Ögmundur, Jói og ritari fóru í Atlantsolíuhlaupið á fimmtudaginn og skemmtu sér vel í vel heppnuðu hlaupi við góðar aðstæður. Verðugir fulltrúar Álftnesinga þar. Seinasta Powerade- hlaup vetrarins fer fram 8. mars og eigum við von á því að Sævar, Ögmundur og ritari verði þar, en þeir hafa tekið þátt í nær öllum hlaupum vetrarins til þessa. Gaman væri ef fleiri tækju þátt þann dag því bjart er orðið á þessum tíma.

Frá og með laugardeginum 3. mars verður hlaupið kl: 9:00 frá íþróttahúsinu s.s. sumartími. Aðrir tímar hlaupa halda sér óbreytt samkvæmt venju.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband