Sáttur við menn og mýs

Þrátt fyrir vindasama viku hefur vaskur hópur manna mætt svo engin hlaup hafa fallið niður. Er það bara gott því á berangrinum hér er lítið sem hindrar Kára á ferð sinni. En þá er það nú eins og ætíð þarf, þ. e. a. bíta á jaxlinn, og hendast af stað. Hlýnar viðkomandi þá fljótt og er áður en hann veit sjálfur, búinn að fækka fötum og kemur rjóður og sællegur í hús, sáttur við menn og mýs. En eins og við vitum þá er þetta bara spurningin um að koma sér af staaaaaððð.

Minni á Powerade- hlaupið sem er á fimmtudagskvöld Kl: 20:00 Sævar og Friðþjófur ætla og hafa pláss fyrir fleiri með sér.

Hlaup seinustu viku voru eftirf...

Mánudagur: Jói, Sigurlaug, Lilja, Villi, Birna og ritari framkvæmdu æfingar dagsins, sem voru Sprettir á skeiðvelli, hlaupaæfingar og trjáhlaup.

Miðvikudagur: Ágúst, Villi, Sævar, Birgir og ritari fóru Garðaholtið og Túnahring.

Laugardagur: Villi, Sævar, Birna, Sigurlaug og ritari fóru Garðaholts-, Túna-, og A. Hansenhring. Á heimleið mættum við Línu á Álftanesveginum.

Hlaupaæfingar vikunnar ráðast fyrir hvert hlaup, og fara eftir þátttöku hverju sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband