"Laugardagur til lukku"
23.10.2011 | 23:09
Vikan byrjaði með dræmri mætingu líkt og veður gaf til kynna, en um leið og veður lægði þá tíndust SÁ menn fram úr skúmaskotum sínum. Gaman var að sjá hve margir mættu á laugardaginn en greinilegt var að einhverjir voru orðnir sveltir af hlaupaskorti því slík var yfirferðin. Mátti sjá rjúka úr sólum, og gangandi vegfarendur voru litnir hornauga af einbeittum meðlimum SÁ, sem ætluðu nú heldur betur að fá eitthvað fyrir snúð sinn þennan góðviðrismorgunn. Er ljóst að samviska margra hreinsaðist til fulls er heim í sturtuna var komið.
Gott er að geta haldið hlaupagrunni ca 20-30 km. per viku, og eru menn þá heitir fyrir Poweradehlaupin og Gamlárshlaupið í vetur.
Hlaup seinustu viku voru eftirf....
Mánudagur: Jói og ritari héldu uppi heiðri SÁ þennan dag með Das- og Garðaholtshring.
Miðvikudagur: Ágúst, Sigurlaug, Jói, Sævar, Birna og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu hjá forseta vorum.
Laugardagur: Mætt- Sigurlaug, Jói, Birna, Dista, Thelma, Sissa, Anna, Hildur, Sólborg, Ágúst, Sævar og Lilja. Farinn var Álftaneshringur með viðkomu á Bessastöðum og Bessastaðanesið. Ritari fór í Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara og tók þátt í ½ maraþoni, með góðri bætingu. Gaman væri ef ritari fengi meðreiðarsvein frá SÁ með sér í þetta hlaup að ári.
Æfingar næstu viku eru eftirf. en veðurhorfur eru þokkalegar...
Mánudagur: Hlaupaæfingar og sprettir.
Miðvikudagur: Tempóhlaup.
Laugardagur: Lengri hlaup.
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.