SÁ-hópurinn laskaður

Meiðsli og veikindi hafa sett skarð í hópinn okkar seinustu vikur. Kálfameiðsl, beinhimnubólga, bakverkir, kviðslit og lungnabólga eru meðal þess sem hrjáir mannskapinn, og munar um minna í okkar litla sæta samfélagi. Sendum við þessu fólki hugheilar óskir um góðan bata og von um að sjást sem fyrst á vígvellinum aftur.    

Vil aftur minna á Icelandairhlaupið á fimmtudaginn kl. 18:00 við Loftleiðahótelið. Endilega vera með í þessu skemmtilega hlaupi. 

Hlaup seinustu viku voru eftirf...

Mánudagur: Ágúst, Bjarni, Óli, Anna, Sissa, Birna, Sigurlaug og ritari mættu í æfingar við Sóta og fóru ýmist Álftanes-, Garðaholts-, eða Dashring.

Miðvikudagur: Ágúst, Birgir, Sissa Birna, Sigurlaug, Dista og ritari mætt og fóru Álftanes-, Garðaholt-, og A. Hansenhring.

Laugardagur: Sissa, Anna, Siggi, Ágúst, Sigurlaug, Lína og ritari mætt og fóru Garðaholts-, Das-, og Vífilsstaðahring.

Æfingar komandi viku eru eftirfarandi.

Mánudagur, hlaupaæfingar og sprettir - miðvikudagur, tempóhlaup - laugardagur, lengri hlaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband