Upprisan eftir maraþonið
29.8.2011 | 23:56
Vikan fór í það að jafna sig eftir átök RM og voru því farnar styttri leiðir en venjulega og á minni hraða. Mikilvægt er að fara ekki of hratt af stað því þá getur endurheimtunin seinkað sér og viðkomandi bara ströglað í hlaupunum. Gott er að fara núverandi viku á rólegum og í mesta lagi jöfnum hraða fram undir helgi, en bæta svo í eftir það.
Fyrir þá sem langar að fara fljótlega af stað aftur þá er í boði um næstu helgi Brúarhlaupið á Selfossi og Reykjaneshlaupið í Reykjanesbæ. Einnig er 10. og 5. km Fossvogshlaup Víkings á fimmtudaginn.
Hlaup seinustu viku...
Mánudagur: Lilja, Sigurlaug, Anna, Sissa, Bjarni, Ágúst, Birgir og ritari fóru öll rólegan Álftaneshring.
Miðvikudagur: Óli, Sævar, Ágúst, Birna, Sigurlaug, Lilja og Anna fóru Bessastaðanesið og Álftaneshring.
Laugardagur: Birna, Sigurlaug, Thelma, Jói, Birgir, Anna, Lína og ritari fóru Sjálandið, Das-, Álftanes-, og Garðaholtshring.
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.