SÁ, fyrir alla !

Ekki hafa SÁ- liðar skilað sér til fulls úr sumarfríum sínum en búast má við því að það fari að fjölga á næstu dögum. Stutt er í Reykjavíkur- maraþonið og því um að gera að mæta í sameiginleg hlaup fram að því til að geta miðlað upplýsingum sín á milli. Aðeins er þessi vika eftir fram að hvíldarvikunni fyrir RM, en þá eru farnar styttri vegalengdir í byrjun viku en hvíld seinustu 3. daga

Að sjálfsögðu er alltaf stefnt að hlaupum alla hlaupadaga ársins hring hjá SÁ og einnig fyrir þá sem eru ekki að stefna að neinu sérstöku keppnishlaupi. Því er óþarfi að hræðast það að mæta í hlaupin okkar.

Hlaup seinustu viku voru þannig...

Á mánudegi mætti: Birna, ritari og Ágúst og fóru Das-, Garðaholts-, og Álftaneshring.

Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug, Lilja, Ágúst og ritari fóru Jörfahring.

Laugardagur: Ágúst, Bjarni, Dista, og Sigurlaug sáu um löngu vegalengdirnar þennan dag.

Æfingar þessa viku eru ákveðnar í upphafi hvers hlaups.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband