Hvernig gengur undirbúningurinn?

 

Enn hafa SÁ- liðar verið á faraldsfæti og þá meðtalinn ritari sem hefur samkvæmt því getað fylgst takmarkað með hlaupunum. Í þessari viku ætti að fara að fjölga í sameiginlegum hlaupum okkar því margir eru að koma úr fríum sínum og því væri gaman að við gætum farið að stinga saman nefjum okkar á ný og skiptast á skoðunum í undirbúningi fyrir RM sem óðum styttist í.  

Hlaup seinustu viku...

Mánudagur: Sigurlaug, Jói, Dista, Lilja, Ágúst, Bjarni, Gréta, Birgir og ritari fóru Álftanes-, Garðaholts- og Skátahring.

Miðvikudagur: Ágúst fór A. Hansenhring en fleiri veit ég ekki um þennan dag.

Laugardagur: Ágúst fór A. Hansen og fl. Það sást einnig til Önnu og Hildar, Sigurlaugar og Jóa.

Æfingar þessa vikuna skulum við prjóna eftir hendinni miða við mætingu, en sumir hafa sett sér ákveðið prógramm til að fara eftir fyrir RM og koma til með að fylgja því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband