Hlaupið í allar áttir
11.7.2011 | 00:00
Meðlimir hafa verið mikið út og suður sem von er því sumarfrístíminn stendur hæst um þessar mundir. Frést hefur þó af sumum sem hlaupa eða ganga þar sem þeir eru staddir hverju sinni. Má þar t.a.m. nefna Lilju, sem stödd var á Snæfellsnesi um helgina og lét þann draum rætast ásamt Elínu vinkonu sinni að hlaupa Jökulhálsinn, 22. km leið. Var ritari reyndar búinn að ráðleggja Lilju að byrja snemma að ári að undirbúa þetta hlaup, er það skyldi haldið í annað sinn, en biðlundin var ekki lengri en þetta hjá þeirri knáu sem blés vart úr nös eftir þetta.
Bjarni og ritari eru núna búnir með undirbúning sinn fyrir Laugaveginn er staðið hefur yfir í fimm mánuði. Hlaupið verður næstu helgi 16. júlí. Verður þessi vika helguð hvíld og andlegum undirbúningi fyrir átökin. Lagt verður í hann aðfaranótt laugardags og hefst baráttan kl 9:00
Hlaup seinustu viku voru eftirf...
Mánudagur: Mætt í hlaup voru - Anna, Sissa, Villi, Lilja, Andrea, Birna, Sigurlaug, Gréta, Berglind, Sandra, og ritari. Anna, Sissa og Villi keyrðu í Heiðmörk og hlupu til baka. Aðrir Fóru Álftaneshring og tóku hlaupaæfingar og spretti í Sótabrekkunni
Miðvikudagur: Birna, Hrefna og Óli fóru Garðaholtið - Gréta fór Álftaneshring
Laugardagur: Sigurlaug og Jói fóru Garðaholtið. ( Hef ekki heimildir fyrir öðrum hlaupurum ).
Æfingar næstu viku...
Mánud. - Hlaupaæfingar og sprettir
Miðvikud.- Tempóhlaup
Laugardagur - Lengri hlaup
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.