SÁ vitjar nafla alheimsins á Snæfellsnesi
3.7.2011 | 23:54
Á miðvikudeginum fórum við í Heiðmörk og kynntum okkur hlaupaparadísina þar. Héldum við okkur í austanverðri Vífilsstaðahlíð sem er skógi vaxin og með margbreytilegum hlaupaleiðum, brekkum og mjúku undirlagi. Ekkert mál er að finna sér lengri leiðir er skipta jafnvel tugum kílómetra því möguleikarnir eru miklir og bjóða uppá góða tilbr. frá malbikinu.
Bjarni stór-afmælisbarn laugardagsins, ásamt ritara, fóru í afarskemmtilegt hlaup, "Snæfellsjökulshlaupið" er haldið var við kjöraðstæður. Er það þeirra álit að vart sé hægt að finna sér skemmtilegra hlaup enda fegurð jökulsins og nágrenni heimsþekkt. Þetta er svona dæmi um möguleika okkar til að njóta móður náttúru á ódýran og eftirminnilegan hátt.
Hlaup seinustu viku eru eftirf....
Mánudagur: Sissa, Lilja, Birna, Villi, Gyða, Ágúst og ritari voru mætt og gerðu hlaupaæfingar, teygjur og tóku spretti við Sóta. Síðan kláruðu flestir Álftaneshring.
Miðvikudagur: Fórum sambíla í Heiðmörk og kynntum okkur hlaupaparadísina þar, mætt voru; Lilja, Birna, Sissa, Hrefna, Andrea, Birgir, Jói, Sigurl., Villi og ritari
Laugardagur: Hef ekki upplýs. um hlaupið frá íþr.húsinu en Bjarni og ritari fóru í Snæfellsjökulshlaupið og lentu í ævintýralegu hlaupi.
Hlaupaæfingar næstu viku eru eftirf...
Mánudagur: Upphitun, teygjur, hlaupaæfingar, sprettir
Miðvikudagur: Upphitun og tempóhlaup
Laugardagur: Lengri hlaup
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt 4.7.2011 kl. 09:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.