Kapp í SÁ-hópnum
26.6.2011 | 22:36
Góð mæting hefur verið undanfarna viku og því greinilegt að sumarstemning er yfir vötnunum. Gaman var hjá okkur á fimmtudaginn er fjölmennt var á Miðnæturhlaupið í Laugardal, í boði var 5 og 10 km hlaup, og fóru 3. manns í 5 km og 8 manns í 10 km. Sumir höfðu ekki tekið þátt í keppni áður en höfðu augljóslega mjög gaman af. Myndir frá hlaupinu má sjá í albúmi bloggsíðunnar og sýna þær brosandi þátttakendur.
Hlaup seinustu viku....
Mánudagur: Upphitun, teygjur, sprettir og hlaup. Mættir voru, Lilja, Dista, Birna, Sigurlaug, Jói, Ágúst, Sævar, Birgir, Anna, Hildur, Berglind, Sandra og ritari
Miðvikudagur: Farnir voru Álftanes-, Túna-, Das-, Garðaholtshringir. Mættir voru, Anna, Sissa, Ágúst, Jói, Bjarni, Sævar, Birna, Sigurlaug, Dista, Gréta, Berglind, Sandra og ritari.
Fimmtudagur: Miðnæturhlaup í Laugardal, 5. og 10. km. Mættir voru, Anna, Sissa, Sigurlaug, Jói, Ágúst, Unnur, Villi, Birna, Dista, Hildur og ritari
Laugardagur: Farnir voru m.a. Álftanes-, Das-, og A. Hansenhringir. Mættir, Birna, Lilja, Gyða, Villi, Jói, Sigurlaug, Ágúst, Birgir, Anna, Hildur.
Æfingar næstu viku eru þannig...
Mánudagur: Upphitun, teygjur, sprettir og hlaup
Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurskokk
Laugardagur: Lengri hlaup
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.