mfbm-hetjurnar stolt okkar og fyrirmynd
19.6.2011 | 23:33
Seinasta vika er algerlega tileinkuð mfbm-hópnum sem afrekuðu að fara hring um landið á aðeins 15 dögum. Að vekja athygli á málstað krabbameinssjúkra með þessum hætti er aðdáunarvert og mikið afrek út af fyrir sig. Þetta fólk hefur kynnst þessum sjúkdóm af eigin reynslu og veit að aldrei er hægt að slaka á klónni í baráttunni við hann. Söfnuðust vænar fjárhæðir sem koma sér í mjög góðar þarfir.
Veðrið leikur við okkur þessa dagana og er því gaman að spranga um göturnar við þannig aðstæður. Margir eru í, eða eru að byrja í sumarfríi og njóta þess að ganga á fjöll og hlaupa um víðann völl.
Hlaup seinustu viku voru þannig...
Mánudagur: Birna fór Bessastaðanesið - Bjarni, Birgir og ritari fóru Bessastaðanes- og Garðaholtshring.
Miðvikudagur: Sissa, Sævar, Ágúst og ritari fóru Das- og Skátahring - Birna og Dista fóru Garðaholtið - Berglind og Sandra fóru Álftaneshring - Sigurlaug og Jói fóru Álftaneshring með viðk. í Búðaflöt.
Laugardagur: Sigurlaug, Jói, Birna, og Sævar fóru Das- og Skátahring - Sissa og Anna skoðuðu sig um í Sjálandinu - Bjarni og ritari fóru Vífilsstaðavatn og hring um það að Odda, um Urriðaholt, að Kaldárseli, að Strandgötu, að Das og heim - Óli og Hrefna fóru A. Hansenhring.
Tillögur að æfingum næstu viku....
Mánudagur: Upphitun, teygjur og léttar hlaupaæfingar og hlaup að vild.
Miðvikudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.
Laugardagur: Lengri vegalengdir farnar.
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.