Komdu með...
13.6.2011 | 00:36
Það má með sanni segja að það sé gengin í garð vertíð í almenningshlaupum. Kvenna-, Heilsu-, Grafnings- og Miðnæturhlaup og hvað nú allt þetta heitir stendur nú yfir og mun ekkert lát á fram á haust. Þetta er að sjálfsögðu gott mál fyrir okkur sem í þessu erum því nú þykir ekkert tiltökumál að skreppa í hlaup með stuttum fyrirvara og fá svo tíma sinn ásamt mynd á netinu daginn eftir. Áður biðu menn spenntir eftir eina hlaupi ársins, en nú er tíðin önnur.
Nú eru sumarfrí að detta inn hjá almenningi og þá gefst meiri tími til hlaupaiðkana. Er því nú lag að fara að gera komur sínar tíðari í hlaup með okkur félögum í SÁ og taka gesti með sér, því eins og fyrr eru allir velkomnir í hópinn.
Hlaup seinustu viku...
Mánudagur: Lilja, Dista, Birna, Anna, Ágúst, Berglind, Sandra og ritari fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum. Gerðum teygju- og hlaupaæfingar í Sótabrekkunni.
Miðvikudagur: Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Hrefna, Óli, Sissa, Lilja, Jói, Ágúst, Sævar og ritari fóru Bessastaðanesið og bættu sumir við sig, t.d. Álftanes- og Skátahring - Anna Th. fór í Heilsuhlaupið og náði mjög góðum tíma.
Laugardagur: Sissa, Sigurlaug, Jói, Sævar og Lilja hlupu þennan dag og ritari og Bjarni hlupu í Vörðu-Skeggja í Henglinum á vegum Laugavegshópsins.
Æfingar vikunnar 13/6 - 18/6 eru þessar:
Mánudagur - hlaupaæfingar, teygjur og fl.
Miðvikudagur - tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.
Laugardagur - lengri hlaup.
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Athugasemdir
hæ hæ
í þessari viku verð ég í Ölfusborgum og kem því ekki í hlaup. Ég mun skokka hér í nágrenni og upp í fjall (Hamar). Maður hefur ekki tíma lengur til að hlaupa, maður er alltaf á faraldsfæti. Sjáumst á laugardaginn
kv. Anna
Anna (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.