Langt verður lengra
5.6.2011 | 23:11
Greinilegt er að hlauparar eru farnir að lengja verulega í hlaupum sínum, sem eru merki þess að kapp er komið í kinn og markmið að verða komið í sigtið. Bessastaðanesið með viðbótum og Vífilsstaðavatnið eru vinsælar leiðir um þessar mundir, sem og A. Hansen, auk Das hins klassíka. Vitanlega er alltaf hægt að finna nýjar leiðir sem góða tilbreytingu.
Við SÁ- menn bíðum nú spennt eftir meðlimum okkar er hugðust nema land í Ameríku til að gera verðkönnun í sportvöruverslunum þarlendra. Má búast við að í framhaldinu muni nýir litir og vestrænir tískustraumar verða okkur Álftnesingum sýnilegir á strætunum næstu daga.
Hlaup seinustu viku voru....
Mánudagur: Ágúst, Villi, Birgir, Gyða, Lilja, Sigurlaug, Jói og Dista fóru 1-2*Álftaneshring og tóku nokkra spretti í leiðinni.
Miðvikudagur: Dista, Birna og Sigurlaug fóru Álftanes- og Túnahring - Ágúst, Villi, Birgir, Sævar og ritari fóru Garðaholts- og Túnahring.
Laugardagur: Dista og Lilja fóru Bessastaðanes- og Álftaneshring - Birna og Sigurlaug fóru Bessastaðanes- og Skátahring - Ágúst, Villi og Sævar fóru Vífilsstaðavatns- og Skátahring - Bjarni og ritari tóku þátt skemmtilegu utanvegahlaupi í Grafningshlaupinu.
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.