Hvað skal gert í sumar?

 

Núna fer að vera tímabært fyrir þá sem ætla sér einhver markmið í hlaupum að fara að huga að æfingaáætlunum. Er hægt að nálgast tillögur að áætlunum víða á netinu heima og erlendis. Ágætis áætlanir eru í Hlaupahandbókinni sem margir hafa notast við. Einnig er hægt að panta áætlun gegn greiðslu t. d. hjá hlaup.is. Þar er tekið mið af einstaklingnum og sniðið að hans þörfum. Svo eru fleiri sem taka þann kostinn að finna áætlun með öðrum svo félagsskapur sé til staðar og stuðningur.

Mánudagur: Sævar, Ágúst og ritari fóru Dashring og ritari Álftaneshr.  að auki - Dista og Lilja fóru Garðaholtið - Jói, Sigurlaug, Björn og Sissa fóru Álftaneshring - Anna B. fór Skátahring.

Miðvikudagur: Ágúst, Sævar, Birgir, Sissa, Jói, Villi, Lilja, Dista og ritari fóru Bessastaðanes, Birna og Sigurlaug lögðu líka af stað en Birna datt illa við Seylu og fylgdi Sigurlaug henni til baka.

Laugardagur: Hef ekki enn heimildir fyrir þessu hlaupi vegna fjarveru minnar.

Æfingar næstu viku..

Mánudagur: Upphitun og svo nokkrar skokkæfingar, síðan er hlaup.

Miðvikudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Laugardagur: Áhersla á lengri hlaup. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband