Almenningshlaup til gamans og samanburðar

Þátttaka seinustu viku er búin að vera í meðallagi góð og hafa nokkrar nýjar manneskjur látið sjá sig sem er gleðilegt. Lilja, Andrea og Gréta kláruðu hlaupanámskeið í vikunni og ættu þær að geta farið að miðla reynslu sinni með okkur næstu daga. En fyrir þá sem hafa hug á að komast á námskeið þá verður eitt slíkt fljótlega í byrjun júní.

Eins og kom fram í seinustu viku þá töldum við upp nokkur almennings-hlaup sem okkur þykir áhugaverð. Ágúst, Bjarni og ritari fóru á eitt þessara hlaupa á laugardaginn og höfðu mikla skemmtun af í blíðskapaveðri og góðum aðstæðum á Seltjarnarnesi. Mæla þeir kappar eindregið með þessum hlaupum sem eru skemmtileg og bjóða upp á nýjar hlaupaleiðir.

Hlaup seinustu viku voru eftirf....

Mánudagur: Íris, Birna, Jói, Sigurlaug, Pálína (ný), Hrefna og ritari fóru Álftaneshring og lengdu margir í með ýmsum hætti. Hituðum upp að Sóta og teygðum, tókum svo nokkra spretti í brekkunni - Anna B. (sem er ný) fór Túnahring.

Miðvikudagur: Villi T., Sævar, Birgir og ritari fóru Dashring - Birna, Dista, Baldur og Jói fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum.

Laugardagur: Birna, Lilja og Sigurlaug fóru 2* Álftaneshringi með viðkomu að hliði og Skátahring að auki - Sævar, Þórarinn, Birgir og Sissa fóru A. Hansenhring - Ágúst, Bjarni og ritari tóku þátt í Neshlaupinu 15 km á Seltjarnarnesi.

Hlaupaæfingar næstu viku eru þannig...

Mánudagur: Hlaup með nokkrum sprettum í. Upphitun og niðurskokk.

Miðvikudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Laugardagur: Lengri hlaup.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband