Loksins eftir langa bið....

"Loksins, loksins", kom að því að það rættist úr veðrinu, og ekki að spyrja að því að um leið bættist í hópinn. Við vorum mjög dugleg í vikunni, er við bárum í hús pésa sem var ætlað það að kynna hópinn fyrir Álftanesbúum. Hefur það orðið til þess að við höfum fengið mikið af fyrirspurnum ásamt nýjum heimsóknum í hlaupin sem er mjög ánægjulegt.

Við höfum sett upp lista yfir þau hlaup á höfuðborgarsvæðinu sem okkur þykir áhugaverð og viljum hvetja þá meðlimi SÁ til þess að reyna að tala sig saman um og mæta á. Er sá listi undir liðnum "Viðburðir SÁ" í færsluflokkunum hér til hliðar. 

Hlaup seinustu viku voru þannig....

Mánudagur: Óli, Hrefna, Anna, Jói, Sævar og ritari fóru Garðaholtið - Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Villi Tryggva fór Dashringinn.

Miðvikudagur: Óli, Hrefna, Ágúst, Birna, ritari og Þorbjörg sem er ný í hópnum fóru Jörfahring - Björn sem er nýr í hópnum fór Álftaneshring ásamt ungri dóttur sinni sem elti hann á hjóli.

Laugardagur: Ágúst, Sævar, Anna, Villi T., ritari og Þórarinn sem er nýr í hópnum fóru A. Hansenhringinn og bætti ritari við Bessastaðanes- og Skátahring - Sigurlaug og Birna fóru Álftaneshring með viðkomu á Bessastöðum.

Hlaupaæfingar næstu viku eru þannig...

Mánud: Sprettir með teygjum, upphitun og niðurskokki.

Miðvikud: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.

Laugard: Áhersla á lengri hlaup með rólegu tempói. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband