SÁ í markaðssetningu, "betra af stað farið en heima setið"
1.5.2011 | 23:20
Í byrjun vikunnar ætlum við félagar í SÁ að bera út kynningarblað um Skokkhóp Álftaness í hvert hús hér á Álftanesi. Er það von okkar að það geti orðið til þess að fleiri bætist í okkar ágæta hóp og njóti þess að vera í félagsskap við náttúru og menn. Munum við verða í sambandi við ykkur þegar að dreifingu kemur.
Ótrúlega umhleypingasömum veður-kafla er vonandi lokið með snjódrífu er almættið skellti yfir okkur svona í endan á annars ekkert slæmum vetri. En svona til gamans þá var janúar mjög góður svo hlaupamagn SÁ mældist mun meira heldur en í apríl. Ekki það að við séum búin að vera eitthvað að vola sí og æ, því SÁ inniheldur marga einstaklinga sem láta ekkert á sig fá er hindrað getur för þeirra um lendur Álftaness, heldur magnast við mótlætið.
Hlaup seinustu viku voru eftirf....
Mánudagur: Ritari var einn í þessu hlaupi og fór Dashringinn. (Aðrir lágu á meltunni).
Miðvikudagur: Birna, Sigurlaug og Dista fóru Álftanes- og Skátahringinn - Ágúst, Villi og Sævar fóru Jörfahring - Jói og ritari fóru stuttann Jörfahring.
Laugardagur: Dista, Birna, Sigurlaug, Anna og Sissa fóru Bessastaðanesið í snjókomu og logni - Ágúst, Jói og Sævar fóru A. Hansenhringinn.
Æfingaáætlun næstu viku er.....
Mánudagur: Tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.
Miðvikudagur: Hlaup með 4-8 sprettum, fjöldi spretta fer eftir lengd hlaupsins.
Laugardagur: Áhersla á lengri hlaup.
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.