Gleðilegt sumar og páska !
23.4.2011 | 23:21
Sem betur fer erum við íslendingar með ríkt langlundargeð þegar kemur að veðri sem reynist yfirleitt vel og hefur nýst sérstaklega seinustu vikurnar. Hlaup eru því enn stunduð af eljusömu fólki og er skemmst frá því að segja að skemmtilegt hlaup var á sumardaginn fyrsta, Viðavangshlaup- ÍR og tóku 5 félagar úr SÁ þátt í því og létu vel af. Er þetta fyrsta vorhlaupið, en þau eiga eftir að vera allmörg og er skorað á meðlimi SÁ, að vera duglega að taka þátt því skemmtanagildið er ærið, fyrir utan það að þetta eru keppnir sem allir geta gælt við með misjöfnum markmiðum.
Hlaup seinustu viku voru eftirf....
Mánudagur: Dista og Birna fóru Blikastígs-, Álftanes- og Skátahring - Anna og Íris fóru Garðaholtið - Ágúst og ritari fóru Das- og Túnahring.
Miðvikudagur: Anna fór Álftaneshring - Ágúst fór Garðaholtið - Ritari hljóp inni á bretti.
Fimmtudagur: Anna, Hildur, Bjarni, Villi Tryggva og ritari tóku þátt í Víðavangsklaup- ÍR (5km) og skemmtu sér vel.
Laugardagur: Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Anna, Ágúst og ritari fóru A. Hansenhringinn og fór ritari tvo Álftaneshringi að auki.
Æfingar næstu viku hljóða þannig....
Mánudagur: Jafnt tempóhlaup með upphitun og niðurskokki.
Miðvikudagur: Hlaupin ákveðin vegalengd með nokkrum sprettum inni í hlaupinu. Upph. og niðursk.
Laugardagur: Farnar lengri vegalengdir en venjulega.
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt 24.4.2011 kl. 22:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.