Íbúum Álftaness fjölgar ört !

Það er nú ekki lengur hægt að bera það fyrir sig að veðrið sé svo leiðinlegt þegar kemur að ákvörðun um það að hlaupa, eða ekki hlaupa. Veðrið er komið í vorgírinn og bjart er til 9 á kvöldin. Húsbændur og hjú eru farin að rótast í vorverkunum, þröstur syngur í trjánum og hver farfuglinn af öðrum kemur inn til lendingar. Já það er ekki laust við það að allt sé að gerast þessa stundina, en staðfest er að allavega 3 lóur við Skógtjörn og einn syngjandi Þröstur í Sviðholtsvör séu á meðal íbúa vor þessa stundina.

Kippur er kominn í hlaupin hjá SÁ og er nú svo komið að varla er bíl að sjá á ferðinni þegar skokkhópurinn liðast um stígana. Gangandi fólk og aldraðir hafa þurft að hafa hægt um sig meðan þessu fer fram enda er hraðinn mikill því SÁ-menn eru í góðri æfingu eftir veturinn.

Hlaup seinustu viku eru eftirf.....

Mánudagur: Anna, Dista, Sissa, Íris, ung stúlka, Ágúst, Villi T., Gísli, Þórhallur, Jói, og ritari hituðu upp að Sótabrekkunni og teygðum þar. Tókum svo 2-4*200m spretti í brekkunni sem tók vel á, flestir kláruðu svo Álftaneshringinn en Þórhallur fór einnig Garðaholtið ásamt ritara.

Miðvikudagur: Dista, Birna, Lilja og Villi T. fóru Álftaneshring með viðkomu að Bessastöðum - Ágúst og ritari fóru Dashringinn.

Laugardagur: Birna fór Álftanes- og Stóran Skátahring - Jói fór Dashringinn - Ágúst og ritari fóru A. Hansen- og Álftaneshringinn.

Æfingar næstu viku eru eftirf....

Mánudagur: Upphitun, teygjur og brekkusprettir

Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurhlaup

Laugardagur: Lengri hlaup 

   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband