Snjóþrúgurnar fást í Byko !
20.3.2011 | 22:27
Ekkert lát er á vetrarveðrunum sem geisað hafa síðastl. vikur. Er nú svo komið að hörðustu hlaupajaxlar eru farnir að spá í kaup á snjóþrúgum sem er þekkt fyrirbæri í snjóþungum löndum eins og t.a.m. Alaska og öðrum Norðurskautsríkjum. Gerði snögga verðkönnun og er niðurstaðan kr. 16000-50000, með miklu úrvali, sem er ótrúlegt. En áður en lengra er haldið þá minni ég á að það er 1 mánuður í 1 vetrardag og þessu ætti að fara að linna. Annars er ótrúlegt hvað hlauparar úr Hafnafirði eru duglegir að koma hér við á nesinu og þá sérstaklega um helgar, en þeir hafa þá hlaupið mikið á götunni sem krefst aðgætni.
Meðlimir SÁ hafa verið rólegir í hlaupum þessa viku en vonandi stendur það til bóta, markmiðasetning fyrir þetta hlaupaár ætti að fara að koma í dagsljósið innan tíðar hjá flestum, en sumir eru búnir að taka ákvarðanir með sín oddahlaup eins og t.a.m. Bjarni og ritari sem hafa þegar skráð sig á Laugaveginn þann 16 júlí og eru þessa dagana að fá í hendur prógramm er hljóðar uppá 80-100 km hlaup per viku fram að þessu. Hefur ritaði sagt upp vinnu sinni til þess að geta helgað sig undirbúningi og frést hefur af ljósmyndastofu og strandveiðibát á brunaútsölu er rekja má til Bjarna Jónssonar.
Annars voru hlaup vikunnar þessi....
Mánudagur: Ágúst, Jói, og ritari fóru Garðaholtið og bætti ritari við sig Túnahring - Birna og Dista fóru Álftaneshring.
Miðvikudagur: Ágúst, Hrefna og Anna mættu í þetta hlaup. Heimildir hvert eru ekki til staðar hjá ritara sem hljóp Dashring fyrr vegna vinnu sinnar.
Laugardagur: RITARI MÆTTI EINN Í ÞETTA HLAUP! Fór því næst inn í Actic í staðin fyrir að hlaupa einn úti og keyrði truntuna eins og hann gat.
Æfingar vikunnar verðum við enn um sinn að prjóna eftir aðstæðum.
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt 27.3.2011 kl. 22:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.