Með vindinn í fangið!

Vikan hefur einkennst svolítið af umhleypingum í veðurfari og greinilegt að vorið er ekki alveg komið þó manni hætti til að vera bjartsýnn strax og sólarglæta sést á lofti þó hún vari ekki lengi. En hlauparar á Álftanesi láta ekki illsku-veður og hamfarir hafa áhrif á sig heldur eflast við mótbárur og hlaupa keikir og fullir stolti um lendur sínar.

Mánudagur: Lilja, Birna, Gréta, Andrea, og Jói fóru fóru Álftanes- og Skátahringi - Sissa og ritari fóru Garðaholtið og tóku nokkra brekkuspretti - Bjarni fór Das- og Túnahring - Þórhallur valhoppaði um óvíst hvert.

Miðvikudagur: Ágúst, Jói, Dista, Sigurlaug, Birna, ritari og tværr nýjar dömur Íris og Salome fóru Álftanes- og Skátahring, sumir einn og aðrir tvo hringi.

Laugardagur: Gréta og Birna fóru Álftanes- og Skátahring - Íris og Salome fóru Garðaholtið - Bjarni og Þórhallur fóru Garðaholtið og Álftanes- og Skátahring - Ritari fór Vífilsstaðavatn og A. Hansenhring.

Æfingar vikunnar: Mánud. Brekkusprettir - Miðvikud. Tempóhlaup - Laugard. Lengri hlaup.

Á fimmtudaginn kl. 20:00 verður seinasta Powerade-hlaup vetrarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband