Vorblíða síðustu viku og "gott útlit framundan" !

Seinasta vika heilsaði með mikilli blíðu sem haldist hefur út alla vikuna og talað er um að spáin sé góð framundan. Er nú svo komið að bjart er allan tímann á meðan hlaup fara fram og virkar það sem innspýting fyrir okkur hlaupara því ólíkt skemmtilegra er að vera úti þegar svona bjart er orðið. Einnig eru allar hlaupaleiðir að opnast þ.a.m Bessastaðanesið sem er ein af fallegri leiðum á nesinu. Hefur þátttaka í hlaupunum farið ört vaxandi í kjölfarið sem er mjög ánægjulegt og menn almennt farnir að lengja í hlaupum sínum.

Hlaup seinustu viku eru eftirf....

Mánudagur: Birna, Dista, Lilja Ágúst Anna, Sissa og ritari fóru Garðaholtið og prjónuðu flest Skáta- eða Túnahring við hlaup sín.

Miðvikudagur: Óli, Hrefna, Lilja, Birna, Dista og Jói fóru Jörfahring og sum Skátahring að auki, Ágúst Sissa og ritari fóru Bessastaðanesið og Túna- og Álftaneshring að auki.

Laugardagur: Ágúst fór A.Hansenhring, Sissa fór Dashring, Jói fór Garðaholtið, Sigurlaug og Birna fóru Álftanes- og Skátahring, ritari fór Vífilsstaðavatnið og Lína, Fríða og Stefán fóru vegalengd sem mér er ekki kunnugt um.

Byrjendahópur Lilju er enn í fullswing og stígur strætin á þriðjud. og fimmtud. sem fyrr.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband