Vætusöm vika afstaðin !
13.2.2011 | 22:55
Vikan byrjaði snjóþung en síðan kom lægðadrífa vestan úr hafi sem náði loks að bræða allan snjó, nú seinast í gær. Er það mikill léttir því aðeins hefur verið fært Álftaneshringinn og þ.a.l verið fremur tilbreytingarsnauð hlaup þessa viku. Vonandi rætist úr veðri í framhaldinu, en allavega er nú orðið bjart á meðan eftirmiðdagshlaupin fara fram, og auðséð að dagurinn er farinn að lengjast verulega og því aukning á tíma sem skokkarar hafa til útihlaupa. Ættum við að geta farið að huga að æfingum fyrir markmið okkar að alvöru uppúr þessu.
Mig langar að vekja athygli á námskeiði sem Torfi á hlaup.is heldur dagana 28 feb., 7 og 8 mars og er fyrir byrjendur og lengra komna. Ritari fór á þetta námskeið í fyrra og mælir með því. Nánar hér.... Einnig vil ég vekja athygli á hlaupadagbókinni, en gaman væri að sem flestir gætu verið skráðir þar. Nánar hér... hlaup.com
Hlaup síðustu viku voru eftirfarandi......
Mánudagur: Anna, Bjarni, ritari, Dista, Birna og Jói fóru Álftaneshring og bættu sumir við sig Skátahring. Gréta fór Túnahring. Blíðuveður og gaman.
Miðvikudagur: Dista, Birna og Lilja fóru Álftanes- og Túnahring, Gréta fór Túnahring, Ágúst og ritari fóru Álftanes- og Skátahring.
Laugardagur: Dista og Birna fóru Álftanes- og Skátahring, Elín hljóp ?, ritari fór A. Hansen- og Túnahring.
Lilja hélt áfram með sínar byrjendaæfingar þriðjudaga og fimmtudaga, með góðri þáttöku og Ágúst og ritari fóru í mikla svaðilför í Powerade-hlaupinu.
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.