Þæfingsvika afstaðin !

Vikan hefur einkennst af mikilli snjókomu og þæfingsfærð sérstaklega er líða tók á vikuna. Stormviðvaranir hafa orðið til þess að meðlimir SÁ hafa verið að sveigja til hlaupatíma sinn í takt við veðurspárnar og því verið stundum fámennt á föstum hlaupatíma, á þetta sérstaklega við um miðvikudaginn en þá var spáin mjög tvísýn. En ljósið í þessari viku er að hlaupatímar fyrir byrjendur sem Lilja sér um á þriðjudögum og fimmtudögum, er að trekkja til sín áhugasama einstaklinga sem hafa ekki verið að láta veðrið stöðva sig. Ritari varð vitni að því á laugardaginn að nýir meðlimir skokkuðu þó snjór hafi náð vel uppfyrir kálfa á sumum leiðum og ösluðu áfram af miklum vilja.

Æfingaáætllun fyrir komandi viku verður gerð meira eftir hentugleika hverju sinni vegna mikilla snjóa.

Hlaup seinustu viku voru eftirf....

Mánudagur: Ágúst, Sissa, Bjarni og ritari fóru Álftanes- og Skátahring auk 4*200m spretti við Sóta, Anna, Lilja, og Birna fóru Á+S-hring auk nokkurra spretta, Gréta fór Túnahring, Jói fór Álftaneshring, Þórhallur fór kl.18:30 5.2 km.

Miðvikudagur: Lilja, Ágúst, Jói, Sigurl., og Dista fóru Jörfa-, Álftanes-, og Skátahring, Gréta fór fyrr, Bjarni fór seinna, ritari fór seinna.

Vek athygli á Powerade-hla áupi no. 5 fimmtudaginn. 10 km hringur um Elliðaárdal, en Ágúst og ritari hafa tekið þátt í þessum hlaupum og láta vel af.

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband