Enn bætist í hópinn!
30.1.2011 | 23:37
Mæting í hlaup þessa viku hefur verið með ágætum, veðrið hefur leikið við okkur með hita og stillu að mestu leiti, og greinilegt er að daginn er farið að lengja. Það er einnig ánægjulegt að enn eru meðlimir að detta inn, tveir þessa viku, sem eiga eftir að styrkja hópinn og auðheyrt að enn er að spyrjast út að til er hlaupahópur á Álftanesi. Annar þessara manna er fullmótaður hlaupari er stundað hefur æfingar í Laugardal en ekki vitað af þessum hópi hér, segir það okkur að við þurfum að vera dugleg að láta spyrjast út um tilvist okkar t. a. m. láta vita af bloggsíðunni okkar og hópnum á facecbook þar sem samskipti eru auðveld. Hún Lilja okkar, er núna með nokkrar vinkonur sínar í einkatímum í hlaupagreininni, og er meiningin seinna að þær sameinist okkur eftir að hún hefur barið í þær kjarkinn og mótað eftir okkar skilyrðum, sem eru m. a. í grunninn þau að geta staðið í lappirnar og reimt á sig skóna án aðstoðarmanns. Hlökkum við til að fá þær í hópinn okkar.
Æfingahugmyndir þessa viku eru: Mánudagur-spretthlaup, miðvikudagur-tempóhlaup, laugardagur-lengri hlaup en venjulega.
Hlaup seinustu viku voru eftirfarandi......
Mánudagur: Ágúst, Bjarni, Anna og ritari tóku brekkuspretti við Sóta og kláruðu Álftaneshringinn, Birna, Dista og Lilja fóru Álftanes- og Skátahring, Gréta fór Túnahring.
Miðvikudagur: Ágúst, ritari, Sissa og Anna fóru Dashringinn - Birna, Dista og Lilja fóru Garðaholts- og Skátahring - Gréta fór Túnahring. Frábært veður og áttu sumir nóg eftir.
Laugardagur: Bjarni, þórhallur (nýr) og Dagur sonur Bjarna fóru Garðaholtið , ritari og Ágúst fóru Das- og Skátahring, Birna og jói fóru Álftaneshring, hitti Línu sem mætti seinna, veit ekki hvað hún hljóp.
Flokkur: Seinasta vika ! | Breytt 31.1.2011 kl. 06:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.