Seinasta vika!

Mikil umferð hlaupara hefur verið um Álftanes síðastliðna viku, og náði hún hámarki á laugardagsmorguninn er nesið iðaði af lífi. Fóru hlauparar í flokkum líkt og Skagfirskt stóð á leið til rétta og máttu sín lítils hlaupararnir frá SÁ er þeir hlupu á móti hersingunni í byrjun hlaups. Annars hefur þátttaka okkar manna verið að komast í gang og vonandi bætist í hópinn með hækkandi sól, því nú er daginn farið að lengja og munar um hverja vikuna er líður.

Þessa viku skulum við halda okkur við sama æfingaprógramm líkt og seinustu tvær: Mánudagur brekkusprettir - Miðvikudagur tempóhlaup - Laugardagur lengri hlaup

Á fimmtudaginn 27/1 kl. 19:00 er 5 km. hlaup sem FH stendur fyrir, og er hlaupið meðfram höfninni í Hafnarfirði og er um tímatöku að ræða. Kannski einhverjir skelli sér! Nánar á hlaup.is

Hlaup seinustu viku er eftirf....

Mánudagur: Dista, Birna, og Jói fóru Álftanes- og Skátahring - Ágúst, Sissa og ritari fóru Álftaneshring og tókku að auki 4*200m brekkuspr. í Sótabrekkunni. Snjór var yfir öllu og mikil hálka undir.

Miðvikudagur: Ágúst, Bjarni, Hrefna,og ritari fóru Garðaholtið og sumir Túnahring að auki - Birna fór Álftaneshring - Gréta kona Bjarna er ný í hópnum, og fór stóran Skátahring. Mikil sv- hríð og allir vel blautir.

Laugardagur: Sigurlaug, Jói, Anna og Sissa fóru Garðaholtið - Ritari fór Das- og Skátahring.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband