Æfingaáætlanir, "sprettir og tempóhlaup"
9.1.2011 | 23:18
Það er búið að vera að spyrja eftir því að hefja æfingaáætlanir að nýju, þ.e.a.s. sprettir, brekkusprettir, tempóhlaup og fl. Ég set upp smá prógramm fyrir þessa viku og sjáum til hvort að vetur konungur gefi okkur frið til að stunda þær æfingar, en heldur kalt hefur verið þessa viku og hefur Kári náð að hífa upp frostið svo um munar.
Mánudagur: Garðaholtið fóru; Óli, Hrefna, Anna, Sissa, og ritari. Sigurlaug, Dista og Birna fóru Álftanes- og Skátahring.
Miðvikudagur: Birna, Dista, Sigurlaug, Óli, Anna, Sissa og Ágúst mætt og fóru Álftaneshring. Sumir bættu við sig meira magni í lokin. Ritari var upptekinn í vinnu sinni.
Laugardagur: Dista, Birna, Ágúst og ritari fóru Garðaholtið.
Æfingaáætlun fyrir vikuna 9/1-16/1
Mánudagur: Hitað upp að hesthúsum og teknir 4*200 metra sprettir í brekkunni þar. Þeir sem treysta sér bæta fleirum við. Síðan er Álftaneshringurinn kláraður að íþróttahúsi.
Miðvikudagur: Tempóhlaup um Garðaholtið. Hitað 1.5 km og síðan hlaupið að á jöfnum frekar góðum hraða (4.30-6.00 í tempó) eftir því hver á í hlut. Gott að taka Skátahring í niðurhlaupinu.
Laugardagur: Áhersla lögð á lengri hlaup. (Das, A.Hansen, Vífilsstaðavatn).
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.