Gleðilega jólahátíð !

"Ritari vill byrja á því að óska meðlimum Skokkhóps Álftaness Gleðilegra Jóla og vonar að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar". Eðlilega hafa hlaup raskast eitthvað svona í aðdraganda jólanna og þá eitthvað yfir jólin líka. Sumir hafa verið að hlaupa fyrir utan venjulegan hlaupatíma vegna anna á hlaupadegi sem er eðlilegt á erilsömum tímum sem þessum. Hefur ritari m.a. orðið að hliðra til í sínum hlaupum og því ekki með það á hreinu hverjir hlupu seinustu viku.

Mánudagur: Dista, Anna og Birna fóru Álftaneshring og Breiðumýri að auki. Ágúst mætti en varð frá að hverfa vegna anna heimafyrir. Ritari fór Dashring+Túnahring.

Miðvikudagur: Veit það fyrir víst að Ágúst mætti og fór Álftaneshring. Eru það einu heimildir mínar frá þessu hlaupi. Ritari var fastur í umferðarteppu í bænum í mikilli snjókomu og hálku.

Laugardagur: "Sjálfur Jóladagur". Ritari lagði einn af stað í þetta hlaup, en hljóp manneskju uppi sem reyndist vera Lilja. Sagðist hún hafa lagt aðeins fyrr af stað því hún bjóst ekki við neinum öðrum, (smá vanmat) kastaði ég á hana jólakveðju og fór Das- og Túnahring. Þykkur snjór var yfir öllu og nokkur vindur. Ekki voru mörg spor í snjónum, og greinilegt að Hafnfirskir hlauparar sváfu værum blundi því engin spor voru fyrir sunnan Garðaholt.

"Þá er að gíra sig upp og mæta í seinustu hlaup ársins. Spáin er góð og því kærkomið að hleypa fákum sínum og brenna svolitlu af hátíðarkræsingunum í leiðinni. Svo vil ég minna á Gamlárshlaup ÍR á Gamlársdag kl. 12:00, skemmtilegt hlaup.  Einnig er hlaup hjá Haukum sem er reyndar óstaðfest ennþá".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband