Seinasta vika: "Að kýla vömb"

Ritari hefur verið upptekinn undanfarnar vikur starfs síns vegna við að matreiða jólamat ofaní íbúa höfuðborgarsvæðisins og var því fjarverandi í tveimur hlaupum þessa viku. Hefð hefur komist á meðal Íslendinga að boðið er uppá jólamat með tilheyrandi kræsingum allann jólamánuðinn. Fyrirtæki og einstaklingar keppast við að matbúa fyrir starfsmenn og vini sem er svo sem vel, en toppnum er svo náð með jólahaldinu, er þá sett í fimmta gír og veigarnar hverfa sporlaust ofaní meltingarfarveginn og beint út í sjó. Þegar að svo hátíðarhöldunum linnir, fara að renna tvær grímur á suma og þá sérstaklega þá sem hafa staðið sig best í geyminu. Jólabuxurnar/kjóllinn fara að þrengja ískyggilega að og þá kemur það fyrir að saumar bresta er staðið er upp úr djúpum sófum. Við svona fyrirboða er ekki unað og er þá um að gera að leita sér ráða hjá hlaup.is og kíkja á hlaupadagskrá ársins 2011 og mæta svo í hlaup með Skokkhópi Álftaness. Skrá sig síðan í Gamlárshlaup ÍR og ná sér í inneign fyrir gamlárssteikinni ef hún á einhver að verða.

Mánudagur: Birna, Dista og Sigurlaug fóru á rúntinn (Álftaneshr.+Skátahring). Anna, Sissa, Ágúst og ritari fóru Álftanesveginn að Prýði og til baka. Blíðuveður logn +6°c

Miðvikudagur: Birna og Dista fóru rúntinn, Sissa, Óli og Sigrún sem er ný, fóru að Garðaholti. Ritari var að brúna kartöflur.

Laugardagur: Ritari var enn að brúna kartöflur og vantar heimildir fyrir því hvort einhver hafi mætt í þetta hlaup. Svar óskast!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband