Vikan sem leið: "Jólagjöf hlaupafólksins?"
12.12.2010 | 22:58
Núna þegar vertíð kaupmannsins stendur hvað hæst og allir eru að velta því fyrir sér hvað hægt er að gefa mér, þér og öllum hinum í jólagjöf, þá er um að gera að vera nógu sniðugur og nýta sér markaðinn í eigin þágu á meðan hann er opinn. Þegar kemur að gjafalista fyrir hlaupafólk þá er ástæðulaust að láta fólk koma að tómum kofanum í þeim efnum. Sem dæmi: Hlaupasokkar, nærfatnaður úr gerfiefnum, buxur, bolur , treyja, jakki, drykkjarbelti, skór, úr, hlaupaferðir erlendis. Oft er betra að vera hógvær og biðja um sokkapar og eiga jafnvel von á öndunarnærbuxum, eða biðja um Asics Nimbus-skó en fá þá hlaupaferð til Berlínar í staðinn. Um að gera að nota tækifærið á meðan það gefst.
Mánudagur: Birna, Dista og Sigurlaug fóru Álftanes- og Skátahring. Ágúst og ritari mættu aðeins of seint, fóru Garðaholtið og mættu Önnu á leiðinni. Það var -10° frost og beit vel í kinnar. Annars gott hlaup.
Miðvikudagur: Dista, Sigurlaug, Anna og Birna fóru Álftanes- og Skátahring. Ágúst og ritari fóru Dashringinn og Túnahring að auki. Nú var kominn 3°c hiti og örlaði fyrir smá hálku. Ágúst og ritari sáu fram á að geta ekki tekið þátt í Powerade- hlaupinu og hlupu því svolítið extra.
Laugardagur: Hetjur dagsins voru Villi og Lína. Fóru þau Álftaneshringinn og sáu til þess að hlaupakeðjan slitnaði ekki þann daginn. Ritari svaf fyrirfram ákveðið yfir sig. Vaknaði kl. 10:15 og fór kl. 11:30 hálft maraþon inn að Vífilsstaðavatni.
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.