Vikan sem leið! "Hugrenningar á skokkinu."
5.12.2010 | 23:51
Núna þegar skemmstur sólargangur er kemur fyrir er ég skokka um Álftanesið að hugurinn leitar aftur til gamalla tíma. Þeirra tíma er þjóðin bjó í torfkofum og hafðist allann daginn við í húsum sínum. Kýr voru mjólkaðar kvölds og morgna, unnin afurð úr mjólkinni og hennar neytt, og tuggu var kastað fyrir fé og hesta sem var svo slátrað eftir því sem þurfa þótti. Já þá hefði nú þótt glapræði að hendast hlaupandi út um allar koppagrundir með það eina að markmiði að hlaupa langt, missa nógu mikla vigt, og verða nægjanlega þreyttur til að geta sofnað vegna streytu sem nútímamaðurinn lifir svo mikið við. Í þá daga snérist allt um það að draga björg í bú fyrir harðan vetur, að sem mest taða kæmist í hús, að búfé yrði nógu feitt fyrir slátrun svo ábúendur hefðu næga fitu að brenna í kofum sínum yfir veturinn. Í þá daga hafði enginn efni á því að hlaupa og "bruðla þannig með dýran matarforða sem aldrei var nóg til af."
Mánudagur: Ágúst, Sissa, Anna og ritari fóru Jörfahring. Hefðum betur farið eitthvað annað því engin lýsing er megnið af leiðinni og að auki var rigning og komið slabb og for. Litum út líkt og eftir meðal mótorkrosskeppni, drullug uppí klof. Það sást til Lilju og Andreu á harðaspretti hálftíma fyrir hlaup.
Miðvikudagur:Lilja, Sissa, Anna, Ágúst, Óli og ritari voru mætt og ákveðið að fara tvo Álftaneshringi þó sumir hafi bætt við sig í lokin. Þetta var frekar hratt hlaup svona heilt yfir. Frá 4 - 6.5 í tempói, aðstæður góðar +5° og logn. Ágúst, Óli og ritari fóru í heita pottinn í lokin.
Laugardagur: Birna og Dista fóru Jörfahring, Álftaneshring og Skátahring (7 km.). Ritari fór Álftaneshring, A. Hansenhring og Bessastaðanesið (hálft maraþon) var nokkuð þurr og svangur í lokin eftir aðeins 2 kaffibolla í morgunverð. logn -6°c.
Flokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.