Vikan sem leið !

Miklir frostakaflar hafa herjað á okkur um dagana sem náði hámarki sínu á laugardaginn eða -11°. Kostir mikils frosts eru meðal annars þeir að ekki er eins hált og annað að yfirleitt er logn í miklu frosti hér. Við þessar aðstæður er ekkert að því að hlaupa úti en sjálfsagt að bæta við flík ef þurfa þykir og gott jafnvel að hafa eitthvað fyrir öndunarfærum sínum eins og hálsklút eða léttann trefil. Mæting í hlaup seinustu viku hefur bara verið með ágætum þrátt fyrir frostið og greinilegt að seigur kjarni hefur myndast innan Skokkhóps Álftaness.

Mánudagur: Birna, Dista, Lilja og Andrea fóru Álftaneshringinn, Bessastaðaafleggjarann og Skátahring að auki. Eru þar á ferð konur sem fúlsa við öllu sem er undir 5 km. og gera ekkert nema bæta við sig kílómetrum þrátt fyrir vetrarhörkurnar. - Ágúst, Sissa og ritari fóru Garðaholtið, bætti ritari við sig Túnahring að auki. - Villi og Lína fóru Álftaneshringinn. Lína var í sínu fyrsta hlaupi með okkur og bjóðum við hana velkomna í tvennum skilningi því hún er nýflutt á nesið úr Garðabæ og hefur m. a. hlaupið í 20 ár.

Miðvikudagur: Ágúst, Anna og ritari fóru Dashringinn. - Dista, Birna og Óli fóru Garðaholtið. - Villi og Lína fóru Álftaneshring. Frábært veður +2° og stilla. En dimmt mjög fyrir Garðaholtið því þar eru engir ljósastaurar og því nauðsynlegt að vera vel upplýstur.

Laugardagur: Ágúst og ritari mættu tveir í þetta hlaup. Vetur konungur skartaði sínu fínasta -11° og sólskin. Örkuðum Dashringinn eins og verðlaunahestar, það brakaði í jörðinni og rauk vel úr grönum okkar. Mættum mörgum hafnfirðingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband