Seinasta vika !

Á mánudegi mættu í hlaup: Ágúst, Anna, Birna, Dista, Villi og ritari. Ágúst, Anna og ritari fóru að Hliði og enduðu með því að klára Álftaneshringinn, byrjuðu með 1.5 í upphitun og tóku svo 6*300 m. spretti með 200 m. joggi á milli og niðurhlaup. Aðrir fóru Álftaneshring + Skátahring. 

Á miðvikudegi voru mætt: Sissa, Anna, Óli, Hrefna og ritari. Allir nema Hrefna fóru Jörfahring í mjög fallegu veðri. Hrefna fór 3 km varlega því hún á við þrálát meiðsli í kálfa. Ritari endaði í heitu pottunum nýmáluðum og viðgerðum, með Hrefnu og Óla.

Á fimmtudegi hleyptu fákum sínum í Poweradehlaupi þeir Ágúst og ritari. Var mikill strekkingsvindur með um -4° frosti er beit vel í kinnar. Þátttaka var allgóð og tími okkar örlítið betri en seinast, endað í heita pottinum er var svo þéttsetinn að jaðraði við að einn skytist uppúr við hvern nýjan mann.

Laugardagshlaupið hljóp ritari einn og frjáls eins og fuglinn. Var frekar þungur á mér enda búinn að vera í þrekbúðunum alræmdu hjá Jóhanni Emil. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband