Vikan 31/10 - 7/11´10
7.11.2010 | 23:54
Mánudagurinn heilsaði með blíðu, eða 4°c og nánast logn. Mættir í hlaup: Ágúst, Birna, Dista, Anna, Villi og ritari. Fórum hefðbundinn Álftaneshring og bættu sumir við Skátahring. Þeir sem verið höfðu á þrekæfingu (Tapada) hjá Jóa á laugardagsmorgninum voru ekki tilbúnir til neinna afreka þennan dag því ennþá var vart við eftirköst æfinganna í formi verkja í fram- og afturlærum svo verkjaði undan.
Miðvikudagur: Ritari var ekki á staðnum sökum vinnu sinnar, og mætti því ekki. En það gerðu hinsvegar þau Ágúst, Sissa, Anna, Birna og Dista. Frost var og byrjað að snjóa svolítið. Ágúst, Anna og Sissa fóru Garðaholtið en aðrir Álftaneshringinn. Ritari fór daginn eftir Dashring+Túnahring.
Laugardagurinn var fremur viðburðalítill. Í hlaup voru mætt: Ágúst, Sigurlaug og ritari. Sigurlaug vonaðist til að Birna mætti í hlaup, en hún var vant við látin sökum meintra nýrnasteinaverkja er hún átti við, og varð til þess að hún eyddi aðfaranótt föstudagsins á sjúkrahúsi með bónda sínum. Er hún öll á batavegi og vonast jafnvel til þess að geta farið að láta sjá sig eftir helgi. Annars hlupum við Ágúst Garðaholtið og bætti ritari við Álftaneshring í lokin. Gott veður en nokkuð kalt og voru Hafnfirðingar í mörgum hópum á ferðinni um Álftanesið.
"Næsta fimmtudag kl. 20:00 verður annað Powerade hlaup vetrarins og vilja ritari og Ágúst eindregið mæla með því. Fjölmennt og skemmtilegt hlaup".
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Seinasta vika ! | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.