Æfingaáætlun vikuna 3/10 - 10/10´10
4.10.2010 | 22:53
Mánudagur: (Brekkusprettir). Hlaupið rólega að brekkunni í Garðaholti á móts við Hliðsnes (2.5 km.) og síðan teknir brekkusprettir 3*100 m eða 5*100 m á góðu hlaupaálagi. Síðan farið heim sömu leið eða Garðaholtshringurinn kláraður á heimleið.
Miðvikudagur: (Áfangaþjálfun). Hlaupnar vegalengdir frá 2.5 - 10 km. Upphitun í ca. 25% vegalengdar+6*100 - 500 m á áætluðu keppnisálagi. Skokka eða ganga í 2-3 mín. á milli álagskafla.
Laugardagur: (Lengri hlaup). Áhersla lögð á lengri hlaup en hina daga vikunnar.
Flokkur: Æfingaáætlun | Breytt 10.10.2010 kl. 22:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.